21. mars 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leirvogstunga ehf, uppbygging í Leirvogstungu200612242
Á 1094. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samning Leirvogstungu, Mosfellsbæjar og Íslandsbanka. Bæjarstjórnar vísaði erindinu aftur til umræðu í bæjarráði.
Erindið lagt fram.
2. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi viðhald á keppnisvöllum félagsins201211128
Umsögn umhverfis- og menningarsviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar um aðstoð vegna viðhalds keppnisvalla. Frestað á 1112. fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum, til samræmis við fyrirliggjandi minnisblað, að gerður verði samningur um reglulegt viðhald reiðvalla og þar eyrnamerkt föst upphæð 1,25 m.kr. á þriggja ára fresti til þess að sinna nauðsynlegu viðhaldi reiðvalla.
3. Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar o.fl.201303128
Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar og ósk um skiptingu lóðarinnar í því sambandi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og byggingarfulltrúa.
4. Erindi Réttsýnar ehf. varðandi byggingarréttargjöld o.fl.201303171
Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
5. Erindi Berglindar Björgúlfsdóttur varðandi styrkbeiðni201303215
Erindi Berglindar Björgúlfsdóttur varðandi styrkbeiðni til Ljósakórsins vegna fyrirhugaðar kórferðar til Færeyja í aprílmánuði nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vatnalögum o.fl.201303227
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vatnalögum og lögum um nýtingu á auðlindum í jörðu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga201303229
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga, 635. mál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning201303230
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning, 636. mál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
9. Erindi Golfklúbbsins Bakkakots vegna styrkbeiðni201303252
Erindi Golfklúbbsins Bakkakots vegna styrkbeiðni til niðurrifs á eldri golfskálahúsi, fegrunar á núverandi golfskála og svæðinu þar í kring.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs og umhverfissviðs.