Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. mars 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Leir­vogstunga ehf, upp­bygg­ing í Leir­vogstungu200612242

    Á 1094. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samning Leirvogstungu, Mosfellsbæjar og Íslandsbanka. Bæjarstjórnar vísaði erindinu aftur til umræðu í bæjarráði.

    Er­ind­ið lagt fram.

    • 2. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar varð­andi við­hald á keppn­is­völl­um fé­lags­ins201211128

      Umsögn umhverfis- og menningarsviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar um aðstoð vegna viðhalds keppnisvalla. Frestað á 1112. fundi bæjarráðs.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um, til sam­ræm­is við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað, að gerð­ur verði samn­ing­ur um reglu­legt við­hald reið­valla og þar eyrna­merkt föst upp­hæð 1,25 m.kr. á þriggja ára fresti til þess að sinna nauð­syn­legu við­haldi reið­valla.

      • 3. Er­indi Gunn­var­ar Björns­dótt­ur og Arn­bjarg­ar Ís­leifs­dótt­ur varð­andi sölu Fells­hlíð­ar o.fl.201303128

        Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar og ósk um skiptingu lóðarinnar í því sambandi.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs og bygg­ing­ar­full­trúa.

        • 4. Er­indi Rétt­sýn­ar ehf. varð­andi bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld o.fl.201303171

          Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs.

          • 5. Er­indi Berg­lind­ar Björg­úlfs­dótt­ur varð­andi styrk­beiðni201303215

            Erindi Berglindar Björgúlfsdóttur varðandi styrkbeiðni til Ljósakórsins vegna fyrirhugaðar kórferðar til Færeyja í aprílmánuði nk.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til breyt­inga á vatna­lög­um o.fl.201303227

              Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vatnalögum og lögum um nýtingu á auðlindum í jörðu.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

              • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um slysa­trygg­ing­ar al­manna­trygg­inga201303229

                Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga, 635. mál.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um líf­eyr­is­rétt­indi al­manna­trygg­inga og fé­lags­leg­an stuðn­ing201303230

                  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning, 636. mál.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

                  • 9. Er­indi Golf­klúbbs­ins Bakka­kots vegna styrk­beiðni201303252

                    Erindi Golfklúbbsins Bakkakots vegna styrkbeiðni til niðurrifs á eldri golfskálahúsi, fegrunar á núverandi golfskála og svæðinu þar í kring.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs og um­hverf­is­sviðs.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30