4. október 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leirvogstungu ehf, uppbygging í Leirvogstungu200612242
Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs óskar heimildar til að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna lóða í Leirvogstungu. Óskin er framsett í framhaldi af samkomulagi við Leirvogstungu ehf. um niðurfellingu samnings milli félagsins og Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HP, JS, SÓJ, JJB, HSv, HS og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu.2. Umsagnarbeiðni um frumvarp til náttúrverndarlaga201209125
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til náttúruverndarlaga. Áður á dagskrá 1089. fundar bæajrráðs þar sem óskað var umsagna umhverfissviðs og umhverfisnefndar. Umsagnir umhverfissviðs og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar eru hjálagðar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að skila inn umsögnum umhverfissviðs og umhverfisnefndar vegna frumvarpsins.
3. Byggingalóðir að Reykjahvoli 26, 28 og 30201209339
Finnur Ingi Hermannsson óskar eftir því að fá sjálfur að ganga frá tengingu við veitu- og holræsakerfi vegna þriggja lóða við Reykjahvol.
Til máls tóku: HP, JJB, JS og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lækningatæki201209349
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lækningatæki (aukið eftirlit, skráning o.fl., EES-reglur), 67. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 15. október nk.
Til máls tóku: HP, JS, HS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu.6. Umsókn um fjárstyrk vegna Missir.is201209354
Stjórnarmenn missir.is sækja um styrk að upphæð kr. 100 þús. til reksturs og kynningarstarfs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
7. Völuteigur 25-29, deiliskipulagsbreyting: Stækkun lóðar201209370
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem felur í sér að lóðin stækki til vesturs um 315 m2. Skipulagsnefnd hefur á 328. fundi sínum samþykkt að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga sem óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Til máls tóku: HP, HSv, SÓJ, JS, HS, JJB og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að ræða fyrirkomulag lóðarstækkunarinnar við lóðarhafa.8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um vernd og orkunýting landsvæða (rammaáætlun)201209392
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar um 89. þingmál, vernd og orkunýting landsvæða (rammaáætlun).
Erindið lagt fram.
9. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna201209394
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna (aðstoð við atkvæðagreiðslu), 180. mál.
Til máls tóku: HP og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjölskyldusviða.10. Landsskipulagsstefna 2013-2024, ósk um umsögn201210004
Skipulgasstofnun sendir til umsagnar tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu.
Til máls tóku: HP, JS, JJB, KT og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar.