19. júlí 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Þróunar- og ferðamálanefnd - 23201206018F
Til máls tóku KT. JJB og BH.
Fundargerð 23. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 584. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Staðfest með sex atkvæðum.1.1. Tjaldstæði 2012 201203081
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 584. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
1.2. Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins - starfsár 2012-13 201205031
Kynning frá fulltrúa Mosfellsbæjar sem mætti á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 584. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
1.3. Kynningarbæklingur um ferðaþjónustu í Mosfellsbæ árið 2012 201201219
Bæklingurinn kynntur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 584. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
1.4. Samningur um Upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ 201203009
Á 22. fundi þróunar- og ferðamálanefndar var framkvæmdastjóra menningarsviðs falið að gera samning um rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Mosfellsbæ. Drög að samningi lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 584. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
1.5. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012 201202171
Drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2012 send frá umhverfisnefnd til þróunar- og ferðamálanefndar til umsagnar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 584. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
1.6. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 201203083
Staða mála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 584. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
2. Þróunar- og ferðamálanefnd - 24201206022F
Fundargerð 24. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 584. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Staðfest með sex atkvæðum.
2.1. Bæjarhátíðin Í túninu heima 2012 201206310
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar þrónuar- og ferðamálanefndar samþykkt á 584. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
Almenn erindi
3. Barrholt 23, beiðni um stækkun lóðar201207092
Til máls tóku: HP, HSv og BH.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs og umsögnin verði send bæjarráði.4. Erindi Motomos varðandi styrk201204150
Til máls tóku: KT, BH, JJB, HSv, HS og HP.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar og endurskoðunar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Bæjarstjóra er falið að ræða mál sem snerta akstur innan bæjarfélagsins við fulltrúa félagsins.5. Erindi Samhjálpar vegna styrks til viðgerðar á Hlaðgerðarkoti201207077
Til máls tóku: BH og HP.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs og fjölskyldusviðs til umsagnar og berist þær bæjarráði.6. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010201004045
Byggingafulltrúi óskar eftir heimild bæjarstjórnar til að gangsetja framkvæmdir vegna öryggismála að Litlakrika 76 á gundvelli fyrirliggjandi tilboða í verkið.
Til máls tóku: BH og HS.
Samþykkt með sjö atkvæðum að heimila framkvæmdir vegna öryggismála að ósk byggingarfulltrúa í Litlakrika 76.7. Umsókn kennara um launalaust leyfi201207060
Um er að ræða ósk um framlengingu á launalausu leyfi kennara - en þar sem hann gegnir trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélag er um kjarasamningsbundin réttindi hans að ræða. Því er mælt með að verða við þessari beiðni Þórðar Árna Hjaltested.
Til máls tóku: BH.
Samþykkt með sjö atkvæðum að veita umrætt leyfi.8. Þjónustumiðstöð Eirhömrum - endurinnrétting201204101
Til máls tóku: BH.
Samþykkt með sjö atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við Þarfaþing ehf. á grundvelli tilboðs þeirra.9. Yfirlit yfir framkvæmd á niðurgreiðslum vegna vistunargjalda barna og breyting á samþykkt201207107
Til máls tóku: BH, HSv, JJB, JS, HS og HP.
Samþykkt með sjö atkvæðum að samþykkja tillögu skólafulltrúa á breytingu á niðurgreiðslu vegna vistunargjalda barna.10. Leirvogstungu ehf, uppbygging í Leirvogstungu200612242
Til máls tóku: BH, HSv, JJB, HS, HP, JS og KT.
Samþykkt með sex atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samkomulag við Íslandsbanka vegna Leirvogstungu og fela umhverfissviði undirbúning á framkvæmdum í hverfinu.
Fulltrúi Íbúahreyfingar JJB leggur fram eftirfarandi bókun:
Íbúahreyfingin leggur til að gerð verði fagleg úttekt á samningi bæjarins við Leirvogstungu ehf. og þeim samningi sem hér var til umræðu og niðurstaða lögð fyrir bæjarstjórn.
Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði að vísa tillögunni til bæjarráðs.11. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2012201202106
Til máls tóku: BH, JJB.
Samþykkt með sex atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs.12. Erindi Stefáns Erlendssonar varðandi launalaust leyfi201206256
Til máls tóku: BH.
Samþykkt með sex atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs.13. Skólaakstur og almenningssamgöngur201207112
Til máls tóku: BH.
Samþykkt með sex atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs.