Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. júní 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Birta Jóhannesdóttir (BJó)

Fundargerð ritaði

Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Rétt­sýn­ar ehf. varð­andi bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld o.fl.201303171

    Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er. Hjálögð er umbeðin umsögn. Erindi frestað á 1120. fundi.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald verði sam­kvæmt fyrri ákvörð­un með sömu upp­hafskrónu­tölu og ákveð­in var við ákvörð­un gjalds­ins.

    • 2. Er­indi Um­ferð­ar­stofu varð­andi um­ferðarör­ygg­is­áætlun201001142

      Um er að ræða 1. útgáfu umferðaröryggisskýrslu fyrir Mosfellsbæ.

      Upp­lýst er að um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­in er til umjöll­un­ar í skipu­lags­nefnd.

      • 3. Gatna­gerð Reykja­hvoli og Bjarg­slundi200607122

        Greint var frá fundi sem haldinn var 9.1.2013 með eigendum landa og lóða við Reykjahvol, þar sem rædd voru málefni varðandi skipulag og framkvæmdir. Frestað á 334. fundi.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita bæj­ar­stjóra heim­ild til að ganga frá mál­inu á grund­velli fram­lagðra gagna.

        • 4. Leir­vogstunga ehf. upp­bygg­ing í Leir­vogstungu200612242

          Bæjarstjóri óskar eftir heimild til að setja lóðir í eigu Mosfellsbæjar í Leirvogstungu í sölumeðferð

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að setja lóð­ir í eigu Mos­fells­bæj­ar í Leir­vogstungu í sölu­með­ferð.

          • 5. Skála­hlíð - Bratta­hlíð, breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi 2013201302234

            Vegna deiliskipulagsbreytinga varðandi Hjallabrekku(lóð minnkar um hluta sem verður útikennslusvæði, inn kemur nýr byggingarreitur). Drög að viðauka og yfirlýsingu til samþykktar bæjarráðs sbr. 1122. fund.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila frá­g­ang á minnk­un lóð­ar við Hjalla­brekku í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

            • 6. Um­sókn um laun­að leyfi201303312

              Sótt er um launað leyfi vegna framhaldsnáms. 1120. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar mannauðsstjóra. Frestað á 1123. fundi.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til með­ferð­ar mannauðs­stjóra og af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar.

              • 7. Sum­ar­átaks­störf 2013201303110

                Sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ sumarið 2013. Minnisblað tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra varðandi fyrirkomulag sumarátaksstarfa sumarið 2013.

                Er­ind­ið er lagt fram.

                • 8. Kær­u­nefnd út­boðs­mála, kæra Gáma­þjón­ust­unn­ar hf.201305102

                  Kærunefnd útboðsmála, kæra Gámaþjónustunnar hf. Niðurstaða Kærunefndar útboðsmála til kynningar.

                  Er­ind­ið er lagt fram.

                  • 9. Heima­síða Mos­fells­bæj­ar201306125

                    Til upplýsinga vegna uppfærslu á heimasíðu Mosfellsbæjar.

                    Er­ind­ið er lagt fram.
                    Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar lagði fram eft­ir­far­andi bók­un:
                    "Íbúa­hreyf­ing­in undrast það að ekki hafi ver­ið geng­ið til út­boðs áður en geng­ið var til samn­inga við Advan­ia um vef­um­sjón­ar­kerf­ið LiSA og að nán­ari upp­lýs­ing­ar um þá ákvörð­un liggi ekki fyr­ir með fund­ar­boði."
                    Bók­un D og V lista:
                    Minn­is­blað er hér lagt fram til að upp­lýsa bæj­ar­ráð um end­ur­bæt­ur á heima­síðu bæj­ar­ins til hags­bóta fyr­ir íbú­ana. Bent er á að í nið­ur­lagi minn­is­blaðs­ins komi fram að all­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar séu veitt­ar sé þess óskað. Eng­ar ósk­ir um slíkt höfðu kom­ið fram fyr­ir fund­inn.

                    • 10. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

                      Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

                      • 11. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2013201301342

                        Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða útgáfu og sölu skuldabréfa.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga frá gerð og und­ir­rit­un út­gáfu­lýs­ing­ar sem bygg­ir á með­fylgj­andi drög­um að út­gáfu­lýs­ingu fyr­ir skulda­bréfa­flokk­inn "MOS 13 1". Jafn­framt að bæj­ar­stjóra verði heim­ilað að ganga frá út­gáfu og sölu skulda­bréfa úr skulda­bréfa­flokkn­um fyr­ir allt að 600mkr að nafn­verði.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30