20. júní 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Birta Jóhannesdóttir (BJó)
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Réttsýnar ehf. varðandi byggingarréttargjöld o.fl.201303171
Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er. Hjálögð er umbeðin umsögn. Erindi frestað á 1120. fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að byggingarréttargjald verði samkvæmt fyrri ákvörðun með sömu upphafskrónutölu og ákveðin var við ákvörðun gjaldsins.
2. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun201001142
Um er að ræða 1. útgáfu umferðaröryggisskýrslu fyrir Mosfellsbæ.
Upplýst er að umferðaröryggisáætlunin er til umjöllunar í skipulagsnefnd.
3. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi200607122
Greint var frá fundi sem haldinn var 9.1.2013 með eigendum landa og lóða við Reykjahvol, þar sem rædd voru málefni varðandi skipulag og framkvæmdir. Frestað á 334. fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að ganga frá málinu á grundvelli framlagðra gagna.
4. Leirvogstunga ehf. uppbygging í Leirvogstungu200612242
Bæjarstjóri óskar eftir heimild til að setja lóðir í eigu Mosfellsbæjar í Leirvogstungu í sölumeðferð
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að setja lóðir í eigu Mosfellsbæjar í Leirvogstungu í sölumeðferð.
5. Skálahlíð - Brattahlíð, breytingar á deiliskipulagi 2013201302234
Vegna deiliskipulagsbreytinga varðandi Hjallabrekku(lóð minnkar um hluta sem verður útikennslusvæði, inn kemur nýr byggingarreitur). Drög að viðauka og yfirlýsingu til samþykktar bæjarráðs sbr. 1122. fund.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila frágang á minnkun lóðar við Hjallabrekku í samræmi við framlögð gögn.
6. Umsókn um launað leyfi201303312
Sótt er um launað leyfi vegna framhaldsnáms. 1120. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar mannauðsstjóra. Frestað á 1123. fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til meðferðar mannauðsstjóra og afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
7. Sumarátaksstörf 2013201303110
Sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ sumarið 2013. Minnisblað tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra varðandi fyrirkomulag sumarátaksstarfa sumarið 2013.
Erindið er lagt fram.
8. Kærunefnd útboðsmála, kæra Gámaþjónustunnar hf.201305102
Kærunefnd útboðsmála, kæra Gámaþjónustunnar hf. Niðurstaða Kærunefndar útboðsmála til kynningar.
Erindið er lagt fram.
9. Heimasíða Mosfellsbæjar201306125
Til upplýsinga vegna uppfærslu á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Erindið er lagt fram.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Íbúahreyfingin undrast það að ekki hafi verið gengið til útboðs áður en gengið var til samninga við Advania um vefumsjónarkerfið LiSA og að nánari upplýsingar um þá ákvörðun liggi ekki fyrir með fundarboði."
Bókun D og V lista:
Minnisblað er hér lagt fram til að upplýsa bæjarráð um endurbætur á heimasíðu bæjarins til hagsbóta fyrir íbúana. Bent er á að í niðurlagi minnisblaðsins komi fram að allar frekari upplýsingar séu veittar sé þess óskað. Engar óskir um slíkt höfðu komið fram fyrir fundinn.10. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar skipulagsnefndar.
11. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2013201301342
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða útgáfu og sölu skuldabréfa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá gerð og undirritun útgáfulýsingar sem byggir á meðfylgjandi drögum að útgáfulýsingu fyrir skuldabréfaflokkinn "MOS 13 1". Jafnframt að bæjarstjóra verði heimilað að ganga frá útgáfu og sölu skuldabréfa úr skuldabréfaflokknum fyrir allt að 600mkr að nafnverði.