2. ágúst 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Stróks ehf varðandi efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals og breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar200707092
Til máls tóku: HSv, RR, JS og MM.%0DGerð var grein fyrir stöðu erindisins og bæjarverkfræðingi og bæjarritara falið að vinna áfram að skoðun þess.%0D
2. Erindi SHÍ og BÍSN til stjórn Strætó bs. um ókeypis strætósamgöngur fyrir námsmenn.200706039
Til máls tóku: HSv, RR, MM og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í tilraunaverkefninu "Frítt í Strætó" í eitt ár. Jafnframt er lagt til við stjórn Strætó bs. að útfæra frekar framkvæmdarþáttinn sem og að meta síðar hvort verkefnið hafi skilað tilætluðum árangri og þá hvert stefna beri í framhaldinu.
Almenn erindi
3. Erindi Veðurstofu Íslands varðandi ofanflóðahættumat200707124
Til máls tóku: RR og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
4. Erindi UMFA varðandi áætlun um framkvæmdir við gervigrasvöll við Varmá200707159
Til máls tók: RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðing til umsagnar.
5. Hátíðarfundur bæjarstjórnar Mosfellsbæjar200707162
Til máls tók: RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að haldinn verði hátíðarfundur bæjarstjórnar Mosfellsbæjar fimmtudaginn 9. ágúst, þegar 20 ár eru liðin frá því Mosfellshreppur varð Mosfellsbær. Jafnframt verði öllum bæjarbúum sent boðskort af þessu tilefni.
6. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis f. Hróa hött200707164
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við umsókn Hróa Hattar ehf um rekstrarleyfi og er bæjarritara falið að senda inn umsögn Mosfellsbæjar.
7. Bæjarstjóraskipti200707168
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita núverandi bæjarstjóra Ragnheiði Ríkharðsdóttur lausn frá starfi bæjarstjóra frá og með 1. september nk. að eigin ósk, þar sem hún hefur nú verið kjörin alþingismaður. Jafnframt samþykkt að ráða Harald Sverrisson sem næsta bæjarstjóra frá og með sama tíma og er forseta bæjarstjórnar falið að ganga frá ráðningarsamningi við hann og leggja fyrir bæjarráð.
8. Kynning á "Athafnalandi í alfaraleið"200707171
Kynningarbæklingur Ístaks hf, varðandi "Athafnaland í alfaraleið" lagður fram til kynningar.
10. Leirvogstungu ehf, uppbygging í Leirvogstungu200612242
Til máls tók: SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara að fullgilda af hálfu Mosfellsbæjar, fyrirliggjandi drög að viðbótarákvæði við gildandi samning Leirvogstungu ehf og Mosfellsbæjar frá 15.2.2006.
Fundargerðir til staðfestingar
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 139200707013F
Fundargerð 139. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.