Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. ágúst 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Er­indi Stróks ehf varð­andi efnis­töku í Hrossa­dal í landi Mið­dals og breyt­ingu á Að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar200707092

      Til máls tóku: HSv, RR, JS og MM.%0DGerð var grein fyr­ir stöðu er­ind­is­ins og bæj­ar­verk­fræð­ingi og bæj­ar­rit­ara fal­ið að vinna áfram að skoð­un þess.%0D

      • 2. Er­indi SHÍ og BÍSN til stjórn Strætó bs. um ókeyp­is strætó­sam­göng­ur fyr­ir náms­menn.200706039

        Til máls tóku: HSv, RR, MM og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær taki þátt í til­rauna­verk­efn­inu "Frítt í Strætó" í eitt ár. Jafn­framt er lagt til við stjórn Strætó bs. að út­færa frek­ar fram­kvæmd­ar­þátt­inn sem og að meta síð­ar hvort verk­efn­ið hafi skilað til­ætl­uð­um ár­angri og þá hvert stefna beri í fram­hald­inu.

        Almenn erindi

        • 3. Er­indi Veð­ur­stofu Ís­lands varð­andi of­an­flóða­hættumat200707124

          Til máls tóku: RR og HSv.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­verk­fræð­ings til um­sagn­ar.

          • 4. Er­indi UMFA varð­andi áætlun um fram­kvæmd­ir við gervi­grasvöll við Varmá200707159

            Til máls tók: RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­verk­fræð­ing til um­sagn­ar.

            • 5. Há­tíð­ar­fund­ur bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar200707162

              Til máls tók: RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hald­inn verði há­tíð­ar­fund­ur bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar fimmtu­dag­inn 9. ág­úst, þeg­ar 20 ár eru lið­in frá því Mos­fells­hrepp­ur varð Mos­fells­bær. Jafn­framt verði öll­um bæj­ar­bú­um sent boð­skort af þessu til­efni.

              • 6. Beiðni um um­sögn vegna rekstr­ar­leyf­is f. Hróa hött200707164

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki at­huga­semd við um­sókn Hróa Hatt­ar ehf um rekstr­ar­leyfi og er bæj­ar­rit­ara fal­ið að senda inn um­sögn Mos­fells­bæj­ar.

                • 7. Bæj­ar­stjóra­skipti200707168

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita nú­ver­andi bæj­ar­stjóra Ragn­heiði Rík­harðs­dótt­ur lausn frá starfi bæj­ar­stjóra frá og með 1. sept­em­ber nk. að eig­in ósk, þar sem hún hef­ur nú ver­ið kjörin al­þing­is­mað­ur. Jafn­framt sam­þykkt að ráða Harald Sverris­son sem næsta bæj­ar­stjóra frá og með sama tíma og er for­seta bæj­ar­stjórn­ar fal­ið að ganga frá ráðn­ing­ar­samn­ingi við hann og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

                  • 8. Kynn­ing á "At­hafna­landi í al­fara­leið"200707171

                    Kynn­ing­ar­bæk­ling­ur Ístaks hf, varð­andi "At­hafna­land í al­fara­leið" lagð­ur fram til kynn­ing­ar.

                    • 9. Ná­granna­varsla200707179

                      Til máls tóku: RR og HSv.%0DBæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir hug­mynd­inni og fel­ur bæj­ar­stjóra fram­hald máls­ins.

                      • 10. Leir­vogstungu ehf, upp­bygg­ing í Leir­vogstungu200612242

                        Til máls tók: SÓJ.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­rit­ara að full­gilda af hálfu Mos­fells­bæj­ar, fyr­ir­liggj­andi drög að við­bót­ar­á­kvæði við gild­andi samn­ing Leir­vogstungu ehf og Mos­fells­bæj­ar frá 15.2.2006.

                        Fundargerðir til staðfestingar

                        • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 139200707013F

                          Fund­ar­gerð 139. af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til af­greiðslu eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55