Mál númer 202307225
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að umsögn nefndar við innsendum athugasemdum auglýstrar deiliskipulagsbreytingar ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að afgreiðslu, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar til umræðu og kynntar á 598. fundi nefndarinnar. Hjálögð er til afgreiðslu uppfærð tillaga deiliskipulagsbreytingar Vefarastrætis í samræmi við innsendar athugasemdir og rýni umferðarráðgjafa.
Afgreiðsla 601. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. nóvember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #601
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að umsögn nefndar við innsendum athugasemdum auglýstrar deiliskipulagsbreytingar ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að afgreiðslu, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar til umræðu og kynntar á 598. fundi nefndarinnar. Hjálögð er til afgreiðslu uppfærð tillaga deiliskipulagsbreytingar Vefarastrætis í samræmi við innsendar athugasemdir og rýni umferðarráðgjafa.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum uppfærða deiliskipulagstillögu ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að svörun og umsögnum innsendra athugasemda, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Tillagan hefur verið lagfærð með hliðsjón af niðurstöðu umferðarrýni um öryggi á svæðinu. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga vegna minni breytinga á útfærslu og uppdrætti í samræmi við umsagnir og athugasemdir.
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Skipulagsnefnd samþykkti á 593. fundi sínum að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu grenndarstöðvar í Helgafellshverfi, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að koma fyrir nýrri grenndarstöð á auðu torgsvæði við austurenda Vefarastrætis samkvæmt áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Breytingin og gögn voru auglýst og kynnt í Skipulagsgáttinni, Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins, mos.is, auk þess sem kynningarbréf voru send á eigendur íbúða í aðliggjandi fjölbýlum. Athugasemdafrestur var frá 22.08.2023 til og með 04.10.2023. Athugasemdir og umsagnir bárust frá Auði Björk Þórðardóttur, dags. 27.08.2023, Sylvíu Magnúsdóttur, dags. 24.09.2023, Gunnari Inga Hjartarsyni, dags. 03.10.2023 og Elínu Maríu Jónsdóttur, dags. 04.10.2023.
Afgreiðsla 598. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. október 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #598
Skipulagsnefnd samþykkti á 593. fundi sínum að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu grenndarstöðvar í Helgafellshverfi, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að koma fyrir nýrri grenndarstöð á auðu torgsvæði við austurenda Vefarastrætis samkvæmt áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Breytingin og gögn voru auglýst og kynnt í Skipulagsgáttinni, Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins, mos.is, auk þess sem kynningarbréf voru send á eigendur íbúða í aðliggjandi fjölbýlum. Athugasemdafrestur var frá 22.08.2023 til og með 04.10.2023. Athugasemdir og umsagnir bárust frá Auði Björk Þórðardóttur, dags. 27.08.2023, Sylvíu Magnúsdóttur, dags. 24.09.2023, Gunnari Inga Hjartarsyni, dags. 03.10.2023 og Elínu Maríu Jónsdóttur, dags. 04.10.2023.
Lagt fram og kynnt. Í samræmi við umræður samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að vinna umsögn athugasemda og tillögu að svörum.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Helgafellshverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð við Vefarastræti í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 590. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 593. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 832. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. ágúst 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #593
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Helgafellshverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð við Vefarastræti í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 590. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.