Mál númer 202502474
- 26. febrúar 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #89
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð að L213970 Miðdalur land við Selmerkurveg. Tillagan felur í sér fjölgun lóða um eina með breyttum stærðum lóða og tilfærslu lóðamarka. Lóðir sem áður voru 3-4 skiptast í lóðir 3-5, þar sem stærðir og byggingarheimildir eru samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Annað í skipulagi er óbreytt.
Í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga og gögn skulu aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Auk þess skal tillaga send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna og landa.