Mál númer 202501741
- 7. maí 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #94
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Helga G. Thoroddsen vegna lagningu aðkomuvegar og lagnaleið að Miðdalslandi L125360 um Hafravatnsveg 56 L125340. Hjálögð er verklýsing þar sem verksvæði er hnitsett og framkvæmd lýst. Framkvæmdatími er vor/sumar 2025. Umsagnir bárust frá Veitum og Minjastofnun Íslands við gerð deiliskipulags aðkomuvegar þar sem framkvæmd gæti snert heimlögn á svæðinu og sökum þess að vegur þverar skráðar fornminjar. Mosfellsbær hefur upplýst umrædda hagaðila um áform landeigenda.
Með vísan í afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi fyrirliggjandi umsókn og annast útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ákvæði reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grundvelli deiliskipulagsbreytingar samþykkt 22.01.2025.
Skipulagsfulltrúi áréttar að ef ókunnar fornminjar finnast við framkvæmd verks skal stöðva framkvæmdir án tafar og upplýsa Minjastofnun Íslands um fundinn, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar.