Mál númer 202502405
- 28. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #628
Lögð er fram til kynningar og umfjöllunar skipulagsfulltrúa byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og lóðahönnun að Korputúni 7-11. Til samræmis við ákvæði í kafla 3.3. í deiliskipulagi Korputúns, vistvæns atvinnukjarna í Blikastaðalandi, veitir skipulagsfulltrúi umsögn fyrir útgáfu leyfa. Sótt er um leyfi fyrir 11.088,9 m2 stálgrindar verslunar- og lagerhúsnæði um 16,5 m á hæð. Hjálögð er skoðunarskýrsla skipulagsfulltrúa, umsagnir og athugasemdir hönnunar til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins.
- 12. mars 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #91
Lögð er fram til kynningar og umfjöllunar skipulagsfulltrúa byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og lóðahönnun að Korputúni 7-11. Til samræmis við ákvæði í kafla 3.3. í deiliskipulagi Korputúns, vistvæns atvinnukjarna í Blikastaðalandi, veitir skipulagsfulltrúi umsögn fyrir útgáfu leyfa. Sótt er um leyfi fyrir 11.088,9 m2 stálgrindar verslunar- og lagerhúsnæði um 16,5 m á hæð. Hjálögð er skoðunarskýrsla skipulagsfulltrúa, umsagnir og athugasemdir hönnunar til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins.
Með vísan í fyrirliggjandi samantekt bendir skipulagsfulltrúi á að kröfum um útlit og ásýnd aðkomu Korputúns er ekki fyllt. Þá tekur hönnun ekki mið af ákvæðum um uppbrot og er því mannvirki mjög frekt í umhverfi sínu. Hönnun klæðninga er einsleit og líflaus, með tillit til umfang mannvirkis. Óljóst er hvort gróður muni geta þrifist og lífgað upp á langhliðar. Þá skal huga að hæðum bygginga og merkingum. Mikilvægt er að innviðir og lóðafrágangur styðji við sýn um umhverfisvæna og virka ferðamáta. Á grundvelli deiliskipulags telur skipulagsfulltrúi að athugasemdir séu þess eðlis að byggingarfulltrúa sé ekki heimilt að afgreiða eða samþykkja byggingaráform, til samræmis við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012.