Mál númer 202502405
- 8. maí 2025
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #547
Lagerinn Iceland ehf. Höfðabakka 9 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr stáli, samlokueiningum og steinsteypu verslunar- og vöruhúsnæði á lóðinni Korputún nr. 7-11 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 11.094,0 m², 118.420 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
- 7. maí 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #94
Lagðir eru fram til kynningar uppfærðir uppdrættir hönnuðar að Korputúni 7-11 eftir umsögn á 91. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa. Til samræmis við ákvæði í kafla 3.3. í deiliskipulagi Korputúns, vistvæns atvinnukjarna í Blikastaðalandi, veitir skipulagsfulltrúi umsögn fyrir útgáfu leyfa. Uppdrættir, útlit og hönnun hefur verið uppfærð ýmist til samræmis við umsögn og athugasemdir eða viðeigandi rökstuðningur færður fyrir útfærslum hönnuðar til samræmis við deiliskipulag.
Skipulagsfulltrúi telur að aðaluppdrættir samræmist meginmarkmiðum og ákvæðum deiliskipulagsins og vísar umsókn til byggingarfulltrúa sem afgreiða má byggingaráform til samræmis við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
- 28. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #628
Lögð er fram til kynningar og umfjöllunar skipulagsfulltrúa byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og lóðahönnun að Korputúni 7-11. Til samræmis við ákvæði í kafla 3.3. í deiliskipulagi Korputúns, vistvæns atvinnukjarna í Blikastaðalandi, veitir skipulagsfulltrúi umsögn fyrir útgáfu leyfa. Sótt er um leyfi fyrir 11.088,9 m2 stálgrindar verslunar- og lagerhúsnæði um 16,5 m á hæð. Hjálögð er skoðunarskýrsla skipulagsfulltrúa, umsagnir og athugasemdir hönnunar til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins.
- 12. mars 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #91
Lögð er fram til kynningar og umfjöllunar skipulagsfulltrúa byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og lóðahönnun að Korputúni 7-11. Til samræmis við ákvæði í kafla 3.3. í deiliskipulagi Korputúns, vistvæns atvinnukjarna í Blikastaðalandi, veitir skipulagsfulltrúi umsögn fyrir útgáfu leyfa. Sótt er um leyfi fyrir 11.088,9 m2 stálgrindar verslunar- og lagerhúsnæði um 16,5 m á hæð. Hjálögð er skoðunarskýrsla skipulagsfulltrúa, umsagnir og athugasemdir hönnunar til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins.
Með vísan í fyrirliggjandi samantekt bendir skipulagsfulltrúi á að kröfum um útlit og ásýnd aðkomu Korputúns er ekki fyllt. Þá tekur hönnun ekki mið af ákvæðum um uppbrot og er því mannvirki mjög frekt í umhverfi sínu. Hönnun klæðninga er einsleit og líflaus, með tillit til umfang mannvirkis. Óljóst er hvort gróður muni geta þrifist og lífgað upp á langhliðar. Þá skal huga að hæðum bygginga og merkingum. Mikilvægt er að innviðir og lóðafrágangur styðji við sýn um umhverfisvæna og virka ferðamáta. Á grundvelli deiliskipulags telur skipulagsfulltrúi að athugasemdir séu þess eðlis að byggingarfulltrúa sé ekki heimilt að afgreiða eða samþykkja byggingaráform, til samræmis við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012.