Mál númer 202503412
- 7. maí 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #630
Borist hefur erindi frá Kristjáni Bjarnasyni, f.h. húseiganda, dags. 17.03.2025, með ósk um breytta notkun húss og uppskiptingu eignar að Hjarðarlandi 1, í samræmi við gögn. Breyta á einbýli í tvíbýli með aðgreiningu íbúðar í kjallara. Erindið er tekið til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Frestað vegna tímaskorts.
- 11. apríl 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #629
Höskuldur Þráinsson Hjarðarlandi 1 sendir fyrirspurn um hvort leyft verði að skrá sjálfstæða íbúð í kjallara einbýlishúss við Hjarðarland nr. 1 í samræmi við framlögð gögn.
- 4. apríl 2025
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #545
Höskuldur Þráinsson Hjarðarlandi 1 sendir fyrirspurn um hvort leyft verði að skrá sjálfstæða íbúð í kjallara einbýlishúss við Hjarðarland nr. 1 í samræmi við framlögð gögn.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.