Mál númer 202505500
- 23. maí 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #631
Lögð er fram til kynningar skipulags- og verklýsing fyrir nýtt deiliskipulag að Skálafelli. Samkvæmt kynningargögnum er um að ræða nýtt deiliskipulag vegna uppbyggingar á landi Kýrhólsflóa og Stóra-Bugðuflóa í Skálafelli þar sem ráðgert er að reisa þrjú hótel með heilsulind, líkamsræktaraðstöðu, veitingastöðum, ráðstefnusölum, sýningarrými, villum o.fl. Byggingar verða allt að þrjár hæðir, gistirými um 250 og starfsmannaíbúðir 200 talsins. Athugasemdafrestur vinnslutillögu var til og með 15.05.2025. Hjálögð er til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 14.05.2025, sem skilað var inn í Skipulagsgáttina fyrir hönd sveitarfélagsins.
Frestað vegna tímaskorts