Mál númer 202209073
- 14. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #811
Erindi FaMos varðandi afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis fyrir árið 2023.
Afgreiðsla 1548. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. september 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1548
Erindi FaMos varðandi afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar fjárhagsáætlunar.
Bókun D - lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Mosfellsbæjar hafa þegar lagt fram tillögu á þessu kjörtímabili um að fasteignagjöld verði ekki hækkuð umfram vísitölu. Þetta hefur verið gert undanfarin ár í tíð fyrri meirihluta til að sporna við miklum hækkunum á fasteignagjöldum. Einnig er í samþykktum Mosfellsbæjar ákvæði um afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara og eru þeir afslættir tekjutengdir.Bókun B, C og S-lista:
Eins og bókað hefur verið hér í bæjarráði þegar samþykkt var að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins til fjárhagsáætlunargerðar, þá er kveðið á um það í málefnasamningi Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar að álagningarprósentur fasteignagjalda skuli lækkaðar til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Mun sú lækkun einnig gagnast þeim eldri borgum sem eiga rétt til afsláttar skv. reglum Mosfellsbæjar um tekjuviðmið.