Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202209073

 • 14. september 2022

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #811

  Er­indi FaMos varð­andi af­slátt tekju­lágra elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega af fast­eigna­gjöld­um íbúð­ar­hús­næð­is fyr­ir árið 2023.

  Af­greiðsla 1548. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 811. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 8. september 2022

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1548

   Er­indi FaMos varð­andi af­slátt tekju­lágra elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega af fast­eigna­gjöld­um íbúð­ar­hús­næð­is fyr­ir árið 2023.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­fjöll­un­ar fjár­hags­áætl­un­ar.

   Bók­un D - lista:
   Full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar hafa þeg­ar lagt fram til­lögu á þessu kjör­tíma­bili um að fast­eigna­gjöld verði ekki hækk­uð um­fram vísi­tölu. Þetta hef­ur ver­ið gert und­an­farin ár í tíð fyrri meiri­hluta til að sporna við mikl­um hækk­un­um á fast­eigna­gjöld­um. Einn­ig er í sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar ákvæði um af­slætti á fast­eigna­gjöld­um til eldri borg­ara og eru þeir af­slætt­ir tekju­tengd­ir.

   Bók­un B, C og S-lista:
   Eins og bókað hef­ur ver­ið hér í bæj­ar­ráði þeg­ar sam­þykkt var að vísa til­lögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar, þá er kveð­ið á um það í mál­efna­samn­ingi Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar að álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda skuli lækk­að­ar til að koma til móts við hækk­un fast­eigna­mats. Mun sú lækk­un einn­ig gagn­ast þeim eldri borg­um sem eiga rétt til af­slátt­ar skv. regl­um Mos­fells­bæj­ar um tekju­við­mið.