Mál númer 202201306
- 14. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #811
Lagt er fram umbeðið minnsiblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 570. fundi nefndarinnar. Auk þess eru meðfylgjandi viðbótargögn og teikningar málsaðila. Hjálagt er upprunalegt erindi um stækkun athafnarhúsnæðis að Völuteig 31 og ósk um aukið nýtingarhlutfall lóðar.
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. september 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #571
Lagt er fram umbeðið minnsiblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 570. fundi nefndarinnar. Auk þess eru meðfylgjandi viðbótargögn og teikningar málsaðila. Hjálagt er upprunalegt erindi um stækkun athafnarhúsnæðis að Völuteig 31 og ósk um aukið nýtingarhlutfall lóðar.
Í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa telur skipulagsnefnd rétt að líta skuli til gildandi skipulagsskilmála lóðar frá 2005 um hæðir og stærðir húskroppa. Skipulagsnefnd samþykkir að óverulegt frávik skipulags, um aukið nýtingarhlutfall úr 0,35 í 0,368, skuli meðhöndlað í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 31. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #810
Borist hefur erindi, í formi fyrirspurnar til byggingarfulltrúa, frá Ívar Hauksson VHÁ verkfræðistofu, f.h. HD tæknilausna, dags. 12.01.2022, vegna stækkunar á athafna- og iðnaðarhúsnæði að Völuteig 31 í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 570. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 810. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. ágúst 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #570
Borist hefur erindi, í formi fyrirspurnar til byggingarfulltrúa, frá Ívar Hauksson VHÁ verkfræðistofu, f.h. HD tæknilausna, dags. 12.01.2022, vegna stækkunar á athafna- og iðnaðarhúsnæði að Völuteig 31 í samræmi við gögn.
Erindinu vísað til yfirferðar og umsagnar skipulagsfulltrúa. Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.