Mál númer 202204145
- 14. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #811
Úrskurður héraðsdóms í málinu lagður fram til kynningar.
Halla Karen Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi vék sæti við umfjöllun og afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
***
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum. - 1. september 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1547
Úrskurður héraðsdóms í málinu lagður fram til kynningar.
Halla Karen Kristjánsdóttir vék sæti við umfjöllun og afgreiðslu málsins vegna vanhæfis. Aldís Stefánsdóttir varamaður tók sæti í málinu í hennar stað. Lovísa Jónsdóttir tók við stjórn fundarins.
***
Úrskurðurinn lagður fram og kynntur.***
Bókun D og L lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vina Mosfellsbæjar í bæjarráði fagna afgerandi niðurstöðu héraðsdóms í málinu.Þessar tilhæfulausu kröfur af hálfu málsækjenda hafa gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að úthluta lóðum í 5. áfanga Helgafellshverfis í Mosfellsbæ með tilheyrandi töfum og kostnaði fyrir Mosfellsbæ. Vonandi er mál að linni.
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar fagnar niðurstöðu héraðsdóms en furðar sig á bókun Vina Mosfellsbæjar og Sjálfstæðisflokksins með tilliti til þess að það er réttur hvers borgara í réttarríki að sækja mál sitt fyrir dómi. - 1. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #806
Kæra landeiganda að landi við Helgafell á úrskurði sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu er lýtur að þinglýsingu samkomulags frá árinu 2004. Greinargerð Mosfellsbæjar í málinu lögð fram til kynningar.
Halla Karen Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi B-lista, vék sæti í málinu vegna vanhæfis. Leifur Ingi Eysteinsson tók sæti í málinu.
***
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. maí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1536
Kæra landeiganda að landi við Helgafell á úrskurði sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu er lýtur að þinglýsingu samkomulags frá árinu 2004. Greinargerð Mosfellsbæjar í málinu lögð fram til kynningar.
Tíl máls tóku:
ÞMH, HS, ÁS, SÓJ, BBjMálið kynnt.