Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201505273

  • 11. maí 2016

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #671

    Lögð er fyr­ir bæj­ar­ráð ósk um heim­ild til þess að semja við verktaka um lóð­ar­fram­kvæmd­ir við Brú­ar­land á grunni út­boðs.

    Af­greiðsla 1257. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 671. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 4. maí 2016

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1257

      Lögð er fyr­ir bæj­ar­ráð ósk um heim­ild til þess að semja við verktaka um lóð­ar­fram­kvæmd­ir við Brú­ar­land á grunni út­boðs.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við Markverk ehf. um frá­g­ang lóð­ar við Brú­ar­land.

    • 27. apríl 2016

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #670

      Kynnt er í fræðslu­nefnd yf­ir­lit yfir fram­kvæmd­ir í Brú­ar­landi vegna skóla­halds frá og með næsta skóla­ári.

      Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að sett verði upp mælistöð fyr­ir há­vaða og loft­gæði við Brú­ar­land til að fá raun­hæf­ar upp­lýs­ing­ar um hljóð- og loft­meng­un á skóla­lóð. Börn eru við­kvæm­ari fyr­ir há­vaða- og loft­meng­un en full­orð­ir og sér­stakr­ar að­gæslu þörf. Það skipt­ir máli að börn­in okk­ar séu ör­ugg og mik­il­vægt fyr­ir for­eldra að fá full­vissu um það. Eina leið­in til þess er að gera stað­bundn­ar mæl­ing­ar á skóla­lóð­inni.

      Sigrún H Páls­dótt­ir

      Máls­með­ferð­ar­til­laga for­seta:
      Lögð er til sú máls­með­ferð­ar­til­laga að til­lögu M lista verði vísað til um­sagn­ar fram­kvæmd­ar­stjóra Um­hverf­is­sviðs og fræðslu­sviðs sem ber­ist bæj­ar­ráði.

      Máls­með­ferð­ar­til­lag­an sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

      Af­greiðsla 321. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 670. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 18. apríl 2016

        Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #321

        Kynnt er í fræðslu­nefnd yf­ir­lit yfir fram­kvæmd­ir í Brú­ar­landi vegna skóla­halds frá og með næsta skóla­ári.

        Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
        Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í fræðslu­nefnd leggst ein­dreg­ið gegn skóla­haldi í Brú­ar­landi við Vest­ur­landsveg þar sem hætta er á að heilsu barna sé stofn­að í hættu vegna ná­lægð­ar húss­ins við þjóð­veg­inn. Eins og stað­an er eru upp­lýs­ing­ar um há­vaða og loft­gæði ófull­nægj­andi þar sem eng­ar raun­veru­leg­ar mæl­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar, ein­ung­is út­reikn­ing­ar mið­að við fjölda öku­tækja. Í út­reikn­ing­um á há­vaða er tek­ið mið af jafn­gild­is­hljóð­stigi á sól­ar­hring. Það seg­ir lít­ið um raun­veru­leg­an há­vaða frá um­ferð á skóla­tíma. Eng­ar stað­bundn­ar mæl­ing­ar hafa held­ur far­ið fram á loft­gæð­um. Einn­ig tel­ur Íbúa­hreyf­ing­in að stað­setn­ing­in ein og sér ætti að nægja til að úti­loka skóla­hald. Brú­ar­land stend­ur í nokk­urra metra fjar­lægð frá öðr­um fjöl­farn­asta þjóð­vegi lands­ins. Um veg­inn fara hátt í 14 þús­und bíl­ar að með­al­tali á sól­ar­hring með til­heyr­andi há­vaða og loft­meng­un. Stað­setn­ing skól­ans er því af­leit.

        Bók­un V og D lista.
        Eins og fram kem­ur í minn­is­blaði fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og um­hverf­is­sviðs miða all­ar fram­kvæmd­ir við und­ir­bún­ing skóla­halds í Brú­ar­landi að því að upp­fylla þær kröf­ur sem gerð­ar eru til skóla­halds bæði hvað varð­ar hús­næði og skóla­hald.

          Á fund­inn mætti Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.
        • 30. mars 2016

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #668

          Lögð er fyr­ir bæj­ar­ráð ósk um heim­ild til þess að bjóða út ut­an­hús­fram­kvæmd­ir á lóð við skóla­bygg­ingu á Brú­ar­landi.

          Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
          Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að bæj­ar­stjórn fresti því að bjóða út ut­an­húss­fram­kvæmd­ir á lóð við skóla­bygg­ingu að Brú­ar­landi þang­að til nið­ur­stöð­ur há­vaða- og loft­meng­un­ar­mæl­inga liggja fyr­ir þar sem ver­ið get­ur að þær hafi áhrif á áform um skóla­hald að Brú­ar­landi. Skv. há­vaða­mæl­ing­um frá 2014 er há­vaði langt yfir mörk­um og erfitt að ímynda sér að hægt sé að hafa nokk­ur marktæk áhrif á það með mót­vægisað­gerð­um, sér­stak­lega í ljósi þess að stór­an hluta dags eru grunn­skóla­börn að leik ut­an­húss.

          Til­lag­an er felld með sex at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista. Bæj­ar­full­trú­ar S-lista sitja hjá.

          Bók­un S-lista
          Full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar telja mjög mik­il­vægt að nið­ur­stöð­ur hljóð- og loft­gæða­mæl­inga, sem þeg­ar hafa ver­ið gerð­ar við Brú­ar­land, verði lagð­ar fyr­ir fræðslu­nefnd hið allra fyrsta, eins og full­trúi Sam­fylk­ing­ar í fræðslu­nefnd hef­ur marg ít­rekað. Ljóst er að ef þær nið­ur­stöð­ur sýna að þær varn­ir, sem þeg­ar hef­ur ver­ið grip­ið til, nægja ekki til að tryggja heilsu­sam­legt um­hverfi skóla­barna og starfs­fólks sem og að upp­fylla regl­ur og reglu­gerð­ir, þá þurfi að end­ur­skoða hljóð- og meng­un­ar­varn­ir og jafn­vel áform um grunn­skóla­hald í Brú­ar­landi.

          Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
          Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

          Bók­un D- og V-lista
          Bæj­ar­full­trú­ar D- og V-lista leggja áherslu á að við skipu­lag skólastarfs í Brú­ar­landi sé gætt að ör­yggi og heilsu barna og starfs­manna í sam­ræmi við regl­ur sem um það gilda. Komi í ljós að frek­ari að­gerða verði þörf verð­ur að sjálf­sögðu brugð­ist við því á við­eig­andi hátt.

          Af­greiðsla 1252. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 668. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 23. mars 2016

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1252

            Lögð er fyr­ir bæj­ar­ráð ósk um heim­ild til þess að bjóða út ut­an­hús­fram­kvæmd­ir á lóð við skóla­bygg­ingu á Brú­ar­landi.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út ut­an­húss­fram­kvæmd­ir á lóð við skóla­bygg­ingu að Brú­ar­landi.