Mál númer 201505273
- 11. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #671
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að semja við verktaka um lóðarframkvæmdir við Brúarland á grunni útboðs.
Afgreiðsla 1257. fundar bæjarráðs samþykkt á 671. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. maí 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1257
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að semja við verktaka um lóðarframkvæmdir við Brúarland á grunni útboðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við Markverk ehf. um frágang lóðar við Brúarland.
- 27. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #670
Kynnt er í fræðslunefnd yfirlit yfir framkvæmdir í Brúarlandi vegna skólahalds frá og með næsta skólaári.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að sett verði upp mælistöð fyrir hávaða og loftgæði við Brúarland til að fá raunhæfar upplýsingar um hljóð- og loftmengun á skólalóð. Börn eru viðkvæmari fyrir hávaða- og loftmengun en fullorðir og sérstakrar aðgæslu þörf. Það skiptir máli að börnin okkar séu örugg og mikilvægt fyrir foreldra að fá fullvissu um það. Eina leiðin til þess er að gera staðbundnar mælingar á skólalóðinni.Sigrún H Pálsdóttir
Málsmeðferðartillaga forseta:
Lögð er til sú málsmeðferðartillaga að tillögu M lista verði vísað til umsagnar framkvæmdarstjóra Umhverfissviðs og fræðslusviðs sem berist bæjarráði.Málsmeðferðartillagan samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 321. fundar fræðslunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. apríl 2016
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #321
Kynnt er í fræðslunefnd yfirlit yfir framkvæmdir í Brúarlandi vegna skólahalds frá og með næsta skólaári.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd leggst eindregið gegn skólahaldi í Brúarlandi við Vesturlandsveg þar sem hætta er á að heilsu barna sé stofnað í hættu vegna nálægðar hússins við þjóðveginn. Eins og staðan er eru upplýsingar um hávaða og loftgæði ófullnægjandi þar sem engar raunverulegar mælingar hafa verið gerðar, einungis útreikningar miðað við fjölda ökutækja. Í útreikningum á hávaða er tekið mið af jafngildishljóðstigi á sólarhring. Það segir lítið um raunverulegan hávaða frá umferð á skólatíma. Engar staðbundnar mælingar hafa heldur farið fram á loftgæðum. Einnig telur Íbúahreyfingin að staðsetningin ein og sér ætti að nægja til að útiloka skólahald. Brúarland stendur í nokkurra metra fjarlægð frá öðrum fjölfarnasta þjóðvegi landsins. Um veginn fara hátt í 14 þúsund bílar að meðaltali á sólarhring með tilheyrandi hávaða og loftmengun. Staðsetning skólans er því afleit.Bókun V og D lista.
Eins og fram kemur í minnisblaði framkvæmdastjóra fræðslusviðs og umhverfissviðs miða allar framkvæmdir við undirbúning skólahalds í Brúarlandi að því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til skólahalds bæði hvað varðar húsnæði og skólahald. - 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út utanhúsframkvæmdir á lóð við skólabyggingu á Brúarlandi.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn fresti því að bjóða út utanhússframkvæmdir á lóð við skólabyggingu að Brúarlandi þangað til niðurstöður hávaða- og loftmengunarmælinga liggja fyrir þar sem verið getur að þær hafi áhrif á áform um skólahald að Brúarlandi. Skv. hávaðamælingum frá 2014 er hávaði langt yfir mörkum og erfitt að ímynda sér að hægt sé að hafa nokkur marktæk áhrif á það með mótvægisaðgerðum, sérstaklega í ljósi þess að stóran hluta dags eru grunnskólabörn að leik utanhúss.Tillagan er felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista. Bæjarfulltrúar S-lista sitja hjá.
Bókun S-lista
Fulltrúar Samfylkingar telja mjög mikilvægt að niðurstöður hljóð- og loftgæðamælinga, sem þegar hafa verið gerðar við Brúarland, verði lagðar fyrir fræðslunefnd hið allra fyrsta, eins og fulltrúi Samfylkingar í fræðslunefnd hefur marg ítrekað. Ljóst er að ef þær niðurstöður sýna að þær varnir, sem þegar hefur verið gripið til, nægja ekki til að tryggja heilsusamlegt umhverfi skólabarna og starfsfólks sem og að uppfylla reglur og reglugerðir, þá þurfi að endurskoða hljóð- og mengunarvarnir og jafnvel áform um grunnskólahald í Brúarlandi.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun D- og V-lista
Bæjarfulltrúar D- og V-lista leggja áherslu á að við skipulag skólastarfs í Brúarlandi sé gætt að öryggi og heilsu barna og starfsmanna í samræmi við reglur sem um það gilda. Komi í ljós að frekari aðgerða verði þörf verður að sjálfsögðu brugðist við því á viðeigandi hátt.Afgreiðsla 1252. fundar bæjarráðs samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. mars 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1252
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út utanhúsframkvæmdir á lóð við skólabyggingu á Brúarlandi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út utanhússframkvæmdir á lóð við skólabyggingu að Brúarlandi.