Mál númer 201910193
- 30. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #748
Lagt fram minnisblað frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi og ráðgjafa með tillögu um fyrirkomulag loftgæðamælinga í Mosfellsbæ. Einar Sveinbjörnsson mætir á fundinn og kynnir málið.
Afgreiðsla 410. fundar umhverfisnefndar samþykkt með 9 atkvæðum á 748. fundi bæjarstjórnar.
- 24. október 2019
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #204
Lagt fram minnisblað frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi og ráðgjafa með tillögu um fyrirkomulag loftgæðamælinga í Mosfellsbæ. Einar Sveinbjörnsson mætir á fundinn og kynnir málið.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur mætti til fundarins og gerði grein fyrir möguleikum á uppsetningu loftgæðamælistöðvar í Mosfellsbæ ásamt heppilegri staðsetningu. Umhverfisnefnd leggur til að hefin verði vinna við undirbúning á uppsetningu loftgæðamælistöðvar í Mosfellsbæ í samræmi við umhverfisstefnu.