Mál númer 201909493
- 30. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #748
Síðari umræða bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum.
Samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirritaði þann 26. september 2019 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Mosfellsbæjar er samþykkt að loknum tveim umræðum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar með 8 atkvæðum. Bæjarfulltrúi M- lista greiðir atkvæði gegn samþykkt samkomulagsins.
Bókun S-lista: Tímamót í samstarfi ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu urðu með samkomulag aðilanna um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulagið markar þáttaskil í loftslagsmálum fyrir svæðið og Ísland allt og markar þáttaskil í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Forgangsraðað er í þágu komandi kynslóða og umhverfisins með stórsókn í almenningssamgöngum og eflingu hjólastíganets svæðisins. Markmið samkomulagsins eru skýr og það er fjármagnað þannig að framkvæmdatími fer úr 50 árum niður í 15 ár. Næstu skref eru að samningsaðilar stofni félag í kringum framkvæmdirnar, fari í hönnunarferli og nauðsynlegar skipulagsbreytingar og hefji síðan framkvæmdir.
Bókun V- og D- lista: Samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samgönguframkvæmdir er tímamótaáfangi þar sem sett hefur verið fram sameiginlega sýn á forgangsröðun framkvæmda. Um er að ræða framkvæmdir sem snúa að mikilvægum stofnvegum, almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og aðgerðum til að auka umferðarflæði og bæta öryggi. Mikilvægt er eins og fram kemur í samkomulaginu að álögur á almenning verði ekki umfram almennan ávinning notenda af flýtingu framkvæmda. Fyrir Mosfellsbæ er ánægjulegt að tvöföldun Vesturlandsvegar í gegnum bæinn verði að veruleika, framkvæmdir við stofnvegi að Mosfellbæ verði flýtt til að minnka biðtíma og Borgarlína til Mosfellbæjar verði að veruleika.
Bókun M-lista: Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ vill árétta að ,,Samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu" er vanbúið og ekki nægjanleg gögn tiltæk til að kjörnir fulltrúar eigi að geta tekið upplýsandi ákvörðun um kostnað og áhættu varðandi þetta annars áhugaverða verkefni sbr. 10. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þar segir m.a.: ,,Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því". Engin gögn liggja að baki þessum áformum er varðar framkvæmar- og fjárhagsáhættu sem augljóslega er til staðar sem og fjölmarga aðra áhættuþætti. Árétta skal að hvert og eitt stjórnvald ber ábyrgð á að vinna tilsvarandi gögn sem tekið er fyrir hverju sinni sem telja megi nauðsynleg áður en ákvörðun er tekin. Að auki skal áréttað að Sundabraut hefur verið frestað og verður ekki hluti af þessu verkefni sem er mjög miður fyrir Mosfellinga.
Bókun Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar: Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar vill ekki leggja stein í götu fyrirliggjandi samkomulag ríkis og sveitarfélaga um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum til og með ársins 2033, í þeirri von að þau atriði í fyrirliggjandi samkomulagi sem ennþá eru ekki fullútfærð og eða óljós, fái viðunandi lendingu. Bæjarfulltrúinn vill þar með ekki bregða fæti fyrir þau verkefni í samkomulaginu sem horfa til framfara að hans mati svo sem uppbyggingu mannvirkja sem greiða eiga fyrir umferð og beðið hafa allt of lengi. Bæjarfulltrúinn áskilur sér þó allan rétt og fyrirvara hvað varðar: -Endanlega niðurstöðu varðandi stofn- og rekstrarkostnaðar, og þá fyrst og fremst borgarlínu og Strætó, þegar sá kostnaður liggur fyrir. -Hvað varðar fyrirkomulag þess félags sem stofna á -Hvað varðar umboð til SSH að koma fram f.h. sveitarfélaganna -Hvað varðar aðkomu sveitarfélaganna, og kjörinna fulltrúa, á samningstímanum að ákvarðanatöku, og -Hvað varðar útfærslu svokallaðra flýti- og umferðargjalda sem skattgreiðendum/ bifreiðaeigendum er ætlað að bera, svo eitthvað sé nefnt. Bæjarfulltrúinn vonar af einlægni að af gerð viljayfirlýsingar milli sveitarfélaganna og ríkisins varðandi Sundabraut, sem skipulagsnefnd átti frumkvæði að og bæjarstjórn hefur staðfest, að af henni geti orðið á næstu vikum.
- FylgiskjalFskj_4_Thingsalyktun_um_samgonguaaetlun_2019-2033.pdfFylgiskjalFskj_4_Thingsalyktun_fimm_ara_samgonguaaetlun_2019-2023.pdfFylgiskjalFskj_3_Samningur_SSH_Vegagerdin_20_06_2019.pdfFylgiskjalFskj_2_Uppbygging_samgangna_a_hofudborgarsvaedinu_til_2033.pdfFylgiskjalFskj_1_Viljayfirlysing_15-09-57.pdfFylgiskjal02_Samkomulag_almenningss_hofudborgarsvaedinu_Undirritad.pdfFylgiskjal01_Samkomulag_undirritad.pdfFylgiskjal01_Samkomulag_framkvæmdaaetlun_undirritud.pdfFylgiskjalGreinargerð með bókun M lista.pdf
- 16. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #747
Samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og mæltist til þess að það yrði tekið til afgreiðslu eftir tvær umræður.
Samþykkt með 9 atkvæðum að taka málið til afgreiðslu eftir tvær umræður sbr. 3. tl. 1. mgr. 18. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Samþykkt með 9 atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar þann 30. október 2019.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir að frekari gögn varðandi áhættu, sem fólgin er í verkefninu er hér um ræðir og slík rannsókn, liggi fyrir áður en síðari umræða á sér stað og afgreiðsla málsins.- FylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 1415 (3102019) - Samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum.pdfFylgiskjal01_Samkomulag_framkvæmdaaetlun_undirritud.pdfFylgiskjal01_Samkomulag_undirritad.pdfFylgiskjal02_Samkomulag_almenningss_hofudborgarsvaedinu_Undirritad.pdfFylgiskjalFskj_1_Viljayfirlysing_15-09-57.pdfFylgiskjalFskj_2_Uppbygging_samgangna_a_hofudborgarsvaedinu_til_2033.pdfFylgiskjalFskj_3_Samningur_SSH_Vegagerdin_20_06_2019.pdfFylgiskjalFskj_4_Thingsalyktun_fimm_ara_samgonguaaetlun_2019-2023.pdfFylgiskjalFskj_4_Thingsalyktun_um_samgonguaaetlun_2019-2033.pdfFylgiskjalGreinargerð með bókun M lista.pdf
- 16. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #747
Kynning. Páll Björgvin Guðmundsson og Hrafnkell Proppé mæta á fund bæjarráðs.
Afgreiðsla 1415. fundar bæjarráðs samþykkt á 747. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 1415 (3102019) - Samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum.pdfFylgiskjal01_Samkomulag_framkvæmdaaetlun_undirritud.pdfFylgiskjal01_Samkomulag_undirritad.pdfFylgiskjal02_Samkomulag_almenningss_hofudborgarsvaedinu_Undirritad.pdfFylgiskjalFskj_1_Viljayfirlysing_15-09-57.pdfFylgiskjalFskj_2_Uppbygging_samgangna_a_hofudborgarsvaedinu_til_2033.pdfFylgiskjalFskj_3_Samningur_SSH_Vegagerdin_20_06_2019.pdfFylgiskjalFskj_4_Thingsalyktun_fimm_ara_samgonguaaetlun_2019-2023.pdfFylgiskjalFskj_4_Thingsalyktun_um_samgonguaaetlun_2019-2033.pdfFylgiskjalGreinargerð með bókun M lista.pdf
- 3. október 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1415
Kynning. Páll Björgvin Guðmundsson og Hrafnkell Proppé mæta á fund bæjarráðs.
Páll Björgvin Guðmundsson og Hrafnkell Proppé kynna samkomulagið. Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og mælist til þess að það verði þar tekið til afgreiðslu eftir tvær umræður.