Mál númer 202106272
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Tilnefning fulltrúum Mosfellsbæjar í stefnuráð byggðasamlaga.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að tilnefna Harald Sverrisson, Kolbrúnu G. Þorsteinsdóttur og Valdimar Birgisson í stefnuráð byggðasamlaganna.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Stjórnsýsla byggðasamlaga. Viðaukar við stofnsamninga Sorpu bs. og Strætó bs., þar sem kveðið er á um skipan, hlutverk og umboð stefnuráðs, stefnuþing byggðasamlaga og bráðabirgðahlutverk stefnuráðs, lagðir fram til afgreiðslu og staðfestingar. Jafnframt er óskað tilnefningar á fulltrúum í stefnuráð. Gert er ráð fyrir að stefnuráð taki formlega til starfa í september.
Afgreiðsla 1495. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787.fundi bæjarstjórnar .
- 1. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1495
Stjórnsýsla byggðasamlaga. Viðaukar við stofnsamninga Sorpu bs. og Strætó bs., þar sem kveðið er á um skipan, hlutverk og umboð stefnuráðs, stefnuþing byggðasamlaga og bráðabirgðahlutverk stefnuráðs, lagðir fram til afgreiðslu og staðfestingar. Jafnframt er óskað tilnefningar á fulltrúum í stefnuráð. Gert er ráð fyrir að stefnuráð taki formlega til starfa í september.
Bókun M-lista
Hér er stefnt að stefnuráði sem sjá á um að byggðasamlögum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sé spyrt saman í eitt mjög stórt opinbert félag. Geldur fulltrúi Miðflokksins varúð við því að byggðasamlögin og stjórnsýsla þeirra fjarlægist þar með almenning og lýðræðislega kjörna umboðsmenn skattgreiðenda. Spurning hvort að slökkvilið eigi vel saman með rekstri skíðasvæða, sorphirðun og rekstur borgarlínu eða strætisvagna.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við stofnsamning Sorpu bs. og Strætó bs. þar sem kveðið er á um skipan, hlutverk og umboð stefnuráðs, stefnuþing byggðasamlaga og bráðabirgðahlutverk stefnuráðs. Bæjarstjóra er jafnframt falið að undirrita viðaukana fyrir hönd Mosfellsbæjar.
- 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Stjórnsýsla byggðasamlaga. Viðaukar við stofnsamninga Sorpu bs. og Strætó bs., þar sem kveðið er á um skipan, hlutverk og umboð stefnuráðs, stefnuþing byggðasamlaga og bráðabirgðahlutverk stefnuráðs, lagðir fram til afgreiðslu og staðfestingar. Jafnframt er óskað tilnefningar á fulltrúum í stefnuráð. Gert er ráð fyrir að stefnuráð taki formlega til starfa í september.
Afgreiðsla 1494. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. júní 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1494
Stjórnsýsla byggðasamlaga. Viðaukar við stofnsamninga Sorpu bs. og Strætó bs., þar sem kveðið er á um skipan, hlutverk og umboð stefnuráðs, stefnuþing byggðasamlaga og bráðabirgðahlutverk stefnuráðs, lagðir fram til afgreiðslu og staðfestingar. Jafnframt er óskað tilnefningar á fulltrúum í stefnuráð. Gert er ráð fyrir að stefnuráð taki formlega til starfa í september.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH, mættu á fundinn, kynntu málið og svöruðu spurningum. Afgreiðslu málsins og tilnefningu í stefnuráð frestað.