Mál númer 202106212
- 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni, f.h. Hafrabyggðar, dags. 28.12.2022, með ósk um endurskoðun ákvæða aðalskipulags um byggingarheimildir húsa við norðanvert Hafravatn.
Afgreiðsla 584. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. febrúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #584
Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni, f.h. Hafrabyggðar, dags. 28.12.2022, með ósk um endurskoðun ákvæða aðalskipulags um byggingarheimildir húsa við norðanvert Hafravatn.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna málsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Óskað er eftir endurskoðun skilmála fyrir frístundabyggð við norðanvert Hafravatn vegna ákvæða um byggðina.
Afgreiðsla 577. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #577
Óskað er eftir endurskoðun skilmála fyrir frístundabyggð við norðanvert Hafravatn vegna ákvæða um byggðina.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar við endurskoðun aðalskipulagsins er talin þörf á því að endurskoða og laga ákvæði gildandi skipulags hvað varðar byggð og frístundahús við Hafravatn. Þannig verði unnin breyting á orðalagi aðalskipulagsins og með frekari hætti gert grein fyrir stöðu húsa á svæðinu og staða þeirra tryggð í samræmi við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni, formanni stjórnar Hafrabyggðar, dags. 24.09.2021, með ósk um breytingu á ákvæði frístundabyggðar í aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 551. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. október 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #551
Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni, formanni stjórnar Hafrabyggðar, dags. 24.09.2021, með ósk um breytingu á ákvæði frístundabyggðar í aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Erindinu er vísað í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Bókun Jóns Péturssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks: Fulltrúi Miðflokkins í Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar óskar eftir að stjórn Hafrabyggðar fái að mæta á fund Skipulagsnefndar.
- 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Ósk Hafrabyggðar, félags landeigenda/lóðarhafa við norðanvert Hafravatn, um fund ásamt umræðuefni fyrir fundinn, dags. 6. júní 2021.
Afgreiðsla 1493. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. júní 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1493
Ósk Hafrabyggðar, félags landeigenda/lóðarhafa við norðanvert Hafravatn, um fund ásamt umræðuefni fyrir fundinn, dags. 6. júní 2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að funda með fulltrúum félagsins um erindið.