Mál númer 202106284
- 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Kosning í bæjarráð skv. 36. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. og 26. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar.
Tillaga var gerð um eftirtalda bæjarfulltrúa sem aðalmenn í bæjarráð Mosfellsbæjar til eins árs: Ásgeir Sveinsson af D-lista, sem formaður, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir af D-lista, sem varaformaður, Stefán Ómar Jónsson af L-lista, sem aðalmaður. Fleiri tilnefningar komu ekki fram og voru framantaldir bæjarfulltrúar því rétt kjörnir í bæjarráð Mosfellsbæjar.
Jafnframt samþykkt með níu atkvæðum að Bjarki Bjarnason af V-lista og Sveinn Óskar Sigurðsson M-lista taki sæti sem áheyrnarfulltrúar í bæjarráði til eins árs.