Mál númer 202106179
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Erindi frá SSH, dags. 11. júní 2021, varðandi skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 393. fundar fræðslunefndar samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. ágúst 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #393
Erindi frá SSH, dags. 11. júní 2021, varðandi skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Erindi frá SSH, dags. 11. júní 2021, varðandi skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar á 1494. fundi.
Afgreiðsla 309. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 787. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. júlí 2021
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #309
Erindi frá SSH, dags. 11. júní 2021, varðandi skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar á 1494. fundi.
Erindi lagt fram og rætt.
Fjölskyldunefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda verði tryggð sem fyrst og farið verði eftir þeim tillögum sem fram koma í skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu. - 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Erindi frá SSH, dags. 11. júní 2021, varðandi skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins vill benda á að í skýrslunni, sem hér er til umræðu, kemur m.a. fram að árið 2012 hafi nokkur sveitarfélög leitað til velferðarráðuneytis vegna þessa barnahóps sem enginn virðist hafa verið að aðstoða. Endalausar biðraðir og flækjustig gera það orðið að verkum að börn eru vistuð og fá ekki greiningu fyrr en eftir dúk og disk. Nú eru að verða brátt 10 ár síðan að stofnanaherlegheitin hittist og ætlaði sér að bregðast við. Það að stjórnvöld hafi ekki leyst þessi mál er þeim til vansa.***
Afgreiðsla 1494. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 24. júní 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1494
Erindi frá SSH, dags. 11. júní 2021, varðandi skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda.
Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn og kynnti málið. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar og kynningar í fræðslunefnd.