Mál númer 202106031
- 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022, dags. 1. júní 2021.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins vill árétta það að lækka álagningarhlutföll fasteignagjalda nægir ekki svo mæta megi sífellt hækkandi sköttum eða skattstofnum. Það er vel þess virði að meta hvort ekki eigi að endurskoða þennan skatt er byggir á framangreindum skattstofni, þ.e. fasteignamati eigna. Þessi skattur er ósanngjarn fyrir margra hluta sakir.***
Bókun C-lista:
Viðreisn hefur á undanförnum árum hvatt til þess að álagningahlutfall á atvinnu- og íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ verði stillt í hóf þannig að hækkandi fasteignamat íþyngi ekki íbúum og atvinnurekstri í bænum.***
Bókun D- og V-lista:
Álagningarhlutföll fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði hafa lækkað í Mosfellsbæ undanfarin mörg ár til að mæta miklum hækkunum á fasteignamati, og gjöldin því ekki hækkað umfram verðlagsþróun á þessu tímabili.
Fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði hafa einnig verið lækkuð undanfarin tvö ár til að mæta hækkunum á fasteignamati á atvinnuhúsnæði.***
Afgreiðsla 1493. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 16. júní 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1493
Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022, dags. 1. júní 2021.
Bókun áheyrnarfulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar.
Varðandi ályktun Félags atvinnurekenda, þar sem vakin er athygli á mikilli hækkun fasteignamats vegna ársins 2022 og þeirri ósk félagsins að sveitarfélögin komi til móts með því að lækka álagningarprósentuna á komandi ári, þá vill bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar minna á að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar síðast liðin tvö ár hefur hann flutt tillögu um lækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ.Bókun D- og V-lista:
Bæjarfulltrúar D- og V-lista árétta að álagningarhlutföll fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði voru lækkuð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.***
Erindið lagt fram.