Mál númer 201407127
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Erindi þar sem vakin er athygli á útbreiðslu Bjarnarklóar við Reykjveg lagt fram. Málið var tekið fyrir á 1175. fundi bæjarráðs sem vísaði málinu til umhverfisnefndar og umhverfisstjóra til afgreiðslu. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um málið. Á 633. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga um afgreiðslu málsins. "Fulltrúi M-lista, Íbúahreyfingarinnar, gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær láti útbúa auglýsingu með mynd af Bjarnarkló til að vekja athygli íbúa á skaðsemi og útliti plöntunnar og birti í Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar." Málsmeðferðartillaga kom fram um að vísa tillögunni til umhverfisnefndar til úrvinnslu og var hún samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 153. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. september 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #153
Erindi þar sem vakin er athygli á útbreiðslu Bjarnarklóar við Reykjveg lagt fram. Málið var tekið fyrir á 1175. fundi bæjarráðs sem vísaði málinu til umhverfisnefndar og umhverfisstjóra til afgreiðslu. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um málið. Á 633. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga um afgreiðslu málsins. "Fulltrúi M-lista, Íbúahreyfingarinnar, gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær láti útbúa auglýsingu með mynd af Bjarnarkló til að vekja athygli íbúa á skaðsemi og útliti plöntunnar og birti í Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar." Málsmeðferðartillaga kom fram um að vísa tillögunni til umhverfisnefndar til úrvinnslu og var hún samþykkt með níu atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Þar sem hina eitruðu jurt bjarnarkló er enn víða að finna á útivistarsvæðum og í þéttbýli í Mosfellsbæ gerir fulltrúi M-lista að tillögu sinni að sveitarfélagið kynni í mynd og máli hætturnar sem af henni stafar fyrir íbúum. Kynningin væri liður í auka "umhverfisvitund bæjarbúa og styðja við hana" en það er einmitt eitt af meginmarkmiðum aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. (Sjá 2.2.1)
Þrátt fyrir þá jákvæðu viðleitni áhaldahússins að bregðast strax við ábendingum Magnúsar Guðmundssonar hefur útbreiðsla hennar ekki verið kortlögð á heildstæðan hátt, heldur einungis stöku plöntu verið eytt. Því leggur M-listi einnig til að umhverfissvið geri ráð fyrir kortlagningu og eyðingu bjarnarklóar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra og garðyrkjustjóra að bæta Bjarnarkló á lista þeirra plantna sem verða kortlögð samhliða kortlagningu ágengra plantna í sveitarfélaginu. Ennfremur verði útbúið fræðsluefni um einkenni og skaðsemi Bjarnarklóar.
- 27. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #633
Erindi Magnúsar Guðmundssonar þar sem hann óskar eftir því að fjarlægð verði Bjarnarkló við vegamót Hafravatnsvegar og Reykjavegar.
Afgreiðsla 1175. fundar bæjarráðs samþykkt á 633. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$$line$Fulltrúi M-lista, Íbúahreyfingarinnar, gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær láti útbúa auglýsingu með mynd af Bjarnarkló til að vekja athygli íbúa á skaðsemi og útliti plöntunnar og birti í Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar.$line$$line$Málsmeðferðartillaga kom fram um að vísa tillögunni til umhverfisnefndar til úrvinnslu og var hún samþykkt með níu atkvæðum.
- 14. ágúst 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1175
Erindi Magnúsar Guðmundssonar þar sem hann óskar eftir því að fjarlægð verði Bjarnarkló við vegamót Hafravatnsvegar og Reykjavegar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu umhverfisnefndar og umhverfisstjóra.