Mál númer 201407126
- 15. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #705
Á 400. fundi skipulagsnefndar 10. nóvember 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Umhverfissviði falið að gera áætlun um heildarendurskoðun skipulags á svæðinu. Um er að ræða svæði með blandaðri landnotkun sunnan Þingvallavegar." Borist hefur nýtt erindi.
Afgreiðsla 448. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 705. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. nóvember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #448
Á 400. fundi skipulagsnefndar 10. nóvember 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Umhverfissviði falið að gera áætlun um heildarendurskoðun skipulags á svæðinu. Um er að ræða svæði með blandaðri landnotkun sunnan Þingvallavegar." Borist hefur nýtt erindi.
Ekki hefur verið ráðist í vinnu við heildarendurskoðun skipulags á svæðinu enda hefur áherslan undanfarin misseri legið í vinnu við deiliskipulag Þingvallavegar. Skipulagsnefnd getur á þessum tímapunkti ekki sagt til um það hvenær ráðist verður í vinnu við heildstætt deiliskipulag sunnan Þingvallavegar.
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Bæjarráð samþykkti á 1229. fundi sínum að synja Iceland Excursions um gerð deiliskipulags í Æsustaðalandi að svo stöddu en samþykkti jafnframt að fela skipulagsnefnd að skoða heildarskipulag á svæðinu í samræmi við framlagt minnisblað nefndarinnar.
Afgreiðsla 400. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. nóvember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #400
Bæjarráð samþykkti á 1229. fundi sínum að synja Iceland Excursions um gerð deiliskipulags í Æsustaðalandi að svo stöddu en samþykkti jafnframt að fela skipulagsnefnd að skoða heildarskipulag á svæðinu í samræmi við framlagt minnisblað nefndarinnar.
Umhverfissviði falið að gera áætlun um heildarendurskoðun skipulags á svæðinu. Um er að ræða svæði með blandaðri landnotkun sunnan Þingvallavegar.
- 7. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #657
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar um málið sem bæjarráð óskaði eftir þann á 1175. fundi 14.8.2014.
Afgreiðsla 1229. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1229
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar um málið sem bæjarráð óskaði eftir þann á 1175. fundi 14.8.2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja Iceland Excursions um gerð deiliskipulags fyrir Æsustaðarland að svo stöddu. Jafnframt er samþykkt að fela skipulagsnefnd að skoða heildarskipulag á svæðinu í samræmi við framlagt minnisblað nefndarinnar.
- 23. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #656
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi hugmyndir um uppbyggingu í Mosfellsdal á spildum í landi Æsustaða.
Afgreiðsla 396. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 656. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #396
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi hugmyndir um uppbyggingu í Mosfellsdal á spildum í landi Æsustaða.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn til bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar f.h. Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 21. júlí 2014, þar sem óskað er formlega eftir viðræðum og samstarfi við Mosfellsbæ um gerð deiliskipulags á tveimur spildum í landi Æsustaða. Frestað á 371. fundi.
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #372
Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar f.h. Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 21. júlí 2014, þar sem óskað er formlega eftir viðræðum og samstarfi við Mosfellsbæ um gerð deiliskipulags á tveimur spildum í landi Æsustaða. Frestað á 371. fundi.
Skipulagsnefnd felur formanni og embættismönnum að ræða við umsækjendur.
- 27. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #633
Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar f.h. Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 21. júlí 2014, þar sem óskað er formlega eftir viðræðum og samstarfi við Mosfellsbæ um gerð deiliskipulags á tveimur spildum í landi Æsustaða.
Afgreiðsla 371. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 633. fundi bæjarstjórnar.
- 27. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #633
Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal
Afgreiðsla 1175. fundar bæjarráðs samþykkt á 633. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. ágúst 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #371
Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar f.h. Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 21. júlí 2014, þar sem óskað er formlega eftir viðræðum og samstarfi við Mosfellsbæ um gerð deiliskipulags á tveimur spildum í landi Æsustaða.
Frestað.
- 14. ágúst 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1175
Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.