Mál númer 201403051
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Minnisblað vegna uppbyggingar við Æðarhöfða
Afgreiðsla 1177. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. ágúst 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1177
Minnisblað vegna uppbyggingar við Æðarhöfða
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdir við 1. áfanga skólahúsnæðis Höfðabergs við Æðarhöfða á árinu 2014 í samræmi við framlagt minnisblað. Fjármálastjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að ganga frá gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins í þessu sambandi og leggja fyrir bæjarráð.
- 13. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #632
Lögð fram niðurstaða útboðs vegna lóðarframkvæmda við Æðarhöfða.
Afgreiðsla 1174. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 632. fundi bæjarstjórnar.
- 13. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #632
Lögð er fram niðurstaða verðkannana vegna flutnings og millbygginga við Æðarhöfða.
Afgreiðsla 1171. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 632. fundi bæjarstjórnar.
- 24. júlí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1174
Lögð fram niðurstaða útboðs vegna lóðarframkvæmda við Æðarhöfða.
Tvö tilboð bárust í lóðaframkvæmdir við Æðarhöfða. Þar sem tilboðin voru talsvert yfir kostnaðaráætlun samþykkir bæjarráð með þremur atkvæðum að báðum tilboðunum verði hafnað. Bæjarráð heimilar umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda með það fyrir augum að minnka umfang verksins þannig að verksamningur um lóð við Höfðaberg verði sem næst kostnaðaráætlun.
- 3. júlí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1171
Lögð er fram niðurstaða verðkannana vegna flutnings og millbygginga við Æðarhöfða.
Varðandi millibyggingu er samþykkt með þremur atkvæðum að umhverfissviði verði falið umboð til að semja við lægstbjóðanda samhliða því að leitað verði leiða til hagkvæmari útfærslna á millibyggingu með það að sjónarmiði að lækka kostnað.
Varðandi flutning á kennslustofum er samþykkt með þremur atkvæðum að hafna framkomnu tilboði og heimila umhverfissviði umsjón verksins.
- 2. júlí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #631
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að viðhafa útboð vegna lóðarfrágangs í og við nýjan skóla við Æðarhöfða.
Afgreiðsla 1170. fundar bæjarráðs samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. júní 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1170
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að viðhafa útboð vegna lóðarfrágangs í og við nýjan skóla við Æðarhöfða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út lóðafrágang, stígagerð o.fl. við nýjan skóla við Æðarhöfða.
- 18. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #630
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að viðhafa verðkönnun vegna byggingar tengibyggingar milli lausra kennslustofa sem staðsetja á við Höfðaberg og nýta sem kennsluhúsnæði næstkomandi haust. Um er að ræða 110 fermetra tengibyggingu sem hugsuð er til þess að tengja saman kennslustofur og nýta til sérkennslu o.fl.
Afgreiðsla 1169. fundar bæjarráðs staðfest á 630. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #630
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að semja um jarðvinnu vegna nýs útibús við Æðarhöfða.
Afgreiðsla 1168. fundar bæjarráðs lögð fram á 630. fundi bæjarstjórnar, en erindið var til fullnaðarafgreiðslu á 629. fundi bæjarstjórnar.
- 12. júní 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1169
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að viðhafa verðkönnun vegna byggingar tengibyggingar milli lausra kennslustofa sem staðsetja á við Höfðaberg og nýta sem kennsluhúsnæði næstkomandi haust. Um er að ræða 110 fermetra tengibyggingu sem hugsuð er til þess að tengja saman kennslustofur og nýta til sérkennslu o.fl.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að viðhafa verðkönnun vegna tengibyggingar lausra kennslustofa við Höfðaberg.
- 6. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #629
Óskað er heimildar bæjarstjórnar til þess að semja um jarðvinnu vegna nýs útibús við Æðarhöfða. Erindið kemur frá bæjarráði til afgreiðslu.
Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Fagverk ehf.
Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Þau vinnubrögð sem viðhöfð eru hjá Mosfellsbæ við verðkannanir eru að mínu mati ekki líklegar til þess að ná þeim árangri að fá besta verið eða bestu gæðin.
Ég legg því til að verklag við verðkannanir verði breytt þannig að tilkynnt er á vef bæjarins að til standi að gera verðkönnun, jafnframt sé þess getið til hverja verði leitað og hvers vegna og þess getið að aðrir geti óskað eftir sömu gögnum og fengið að gera verðtilboð. Komi upp ósk um að Mosfellsbær bæti fyrirtæki á listann sem haft er sérstaklega samband við, þarf að verða við þeirri ósk ef ekki eru rökstuddar ástæður til þess að gera það ekki.
Ekki þarf að gera verðkönnun þegar bærinn er aðili að rammasamningi sem fellur undir verkið, þá ber að leita til þeirra eru aðilar að samningnum og bjóða lægst verð og geta sinnt verkefninu nema rökstuddar ástæður eru fyrir öðru.Málsmeðferðartillaga kom fram um að vísa tillögunni til umhverfissviðs.
Fram kom önnur málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til bæjarrás og var hún fyrst tekin til afgreiðslu og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.
Því næst var tekin til afgreiðslu fyrri málsmeðferðartillagan um að vísa tillögunni til umhverfissviðs og var hún samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.
- 4. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #628
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að viðhafa verðkönnun og útboð vegna jarðvinnu sem og flutning skólastofa frá skólalóð Lágafellsskóla á lóð við Æðarhöfða.
Afgreiðsla 1166. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 4. júní 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1168
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að semja um jarðvinnu vegna nýs útibús við Æðarhöfða.
Tillaga Jóns Jósefs Bjarnasonar um að fresta ákvarðanatöku og endurtaka verðkönnunina borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Fagverk ehf.
- 22. maí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1166
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að viðhafa verðkönnun og útboð vegna jarðvinnu sem og flutning skólastofa frá skólalóð Lágafellsskóla á lóð við Æðarhöfða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að viðhafa verðkönnun vegna jarðvinnu og fyllingar undir mannvirki, annars vegar, og flutningi stofanna á lóð við Æðarhöfða, hins vegar.