Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201406078

  • 10. september 2014

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #634

    Formað­ur bæj­ar­ráðs legg­ur fram ráðn­ing­ar­samn­ing við bæj­ar­stjóra í sam­ræmi við sam­þykkt á 630. fundi bæj­ar­stjórn­ar. Formað­ur bæj­ar­ráðs fylg­ir samn­ingn­um úr hlaði á fund­in­um.

    Af­greiðsla 1178. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 10. september 2014

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #634

      Formað­ur bæj­ar­ráðs legg­ur fram ráðn­ing­ar­samn­ing við bæj­ar­stjóra í sam­ræmi við sam­þykkt á 630. fundi bæj­ar­stjórn­ar. Formað­ur bæj­ar­ráðs fylg­ir samn­ingn­um úr hlaði á fund­in­um.

      Af­greiðsla 1177. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 10. september 2014

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #634

        1178. fund­ur bæj­ar­ráðs vís­ar ráðn­ing­ar­samn­ingi bæj­ar­stjóra til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar eins og regl­ur gera ráð fyr­ir.

        Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri vék af fundi áður en þessi dag­skrárlið­ur var tek­inn til af­greiðslu.

        Formað­ur bæj­ar­ráðs fór yfir helstu efn­is­at­riði í ráðn­ing­ar­samn­ingi við Harald Sverris­son bæj­ar­stjóra.


        Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

        Full­trúi M-lista ger­ir að til­lögu sinni að bæj­ar­stjórn sam­þykki ekki fram­lagð­an ráðn­ing­ar­samn­ing, held­ur end­ur­skoði þá ákvörð­un sína að skipa póli­tísk­an bæj­ar­stjóra og aug­lýsi eft­ir fag­manni í stöðu fram­kvæmda­stjóra sem ekki er tengd­ur fram­boð­um.
        Rökin fyr­ir af­stöðu Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar eru m.a. þau að bæj­ar­ráði er ætlað það veiga­mikla hlut­verk að hafa eft­ir­lit með störf­um bæj­ar­stjóra og stjórn­sýsl­unni sem und­ir hann heyr­ir. En hvern­ig á það eft­ir­lit að geta geng­ið þeg­ar bæj­ar­stjóri, sem í þessu til­felli er kjör­inn full­trúi, sit­ur fundi bæj­ar­ráðs?
        Við þenn­an hags­muna­árekst­ur bæt­ist að meiri­hluti bæj­ar­ráðs er skip­að­ur full­trú­um eins stjórn­mála­afls, D-lista. Þeim flokki veit­ir bæj­ar­stjóri for­ystu. Geng­ur yf­ir­höf­uð að flokks­fé­lög­um sé ætlað að hafa eft­ir­lit með flokks­bróð­ur sín­um sem að auki er odd­viti þess flokks sem þau starfa í?
        Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur að svo sé ekki og legg­ur til að bæj­ar­stjórn rjúfi hags­muna­tengslin með því að sam­þykkja ekki samn­ing­inn og ráða ópóli­tísk­an bæj­ar­stjóra.
        Íbúa­hreyf­ing­unni er ljóst að sveit­ar­stjórn­ar­lög opna á þenn­an mögu­leika en tel­ur hann end­ur­spegla veik­leika í lög­gjöf­inni sem m.a. leiddi til ís­lensks efna­hags­hruns 2008 og þarf að end­ur­skoða.
        Sigrún Páls­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar

        Til­laga M- lista borin upp og felld með fimm at­kvæð­um gegn einu at­kvæði og tveir sitja hjá.

        Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar - Ráðn­ing­ar­samn­ing­ur bæj­ar­stjóra.
        Full­trúi M-lista ósk­ar eft­ir því að 2. gr. ráðn­ing­ar­samn­ings bæj­ar­stjóra verði breytt á þann veg að af­not bæj­ar­stjóra af bif­reið Mos­fells­bæj­ar tak­markist við embætt­is­störf.
        3. gr. verði þann­ig að bæj­ar­sjóð­ur greiði ein­ung­is kostn­að við farsíma bæj­ar­stjóra.
        Í 4. gr. verði sett þak á náms­kostn­að, kostn­að við kynn­is­ferð­ir og end­ur­mennt­un sem tek­ur mið af regl­um stétt­ar­fé­laga og
        5. gr. verði breytt til sam­ræm­is við 54. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga sem kveð­ur á um að ráðn­ing­ar­tími fram­kvæmda­stjóra skuli að jafn­aði vera sá sami og kjör­tíma­bil sveit­ar­stjórn­ar. Sú regla gild­ir um aðra kjörna full­trúa og vand­séð að bæj­ar­stjóri eigi einn að njóta slíkra rétt­inda.

        Til­laga M- lista borin upp og felld með fimm at­kvæð­um gegn einu at­kvæði og tveir sitja hjá.


        Fram­lagð­ur ráðn­ing­ar­samn­ing­ur við Harald Sverris­son bæj­ar­stjóra borin upp og sam­þykkt­ur með fimm at­kvæð­um gegn einu at­kvæði og tveir sitja hjá.


        Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sitja hjá við af­greiðslu ráðn­ing­ar­samn­ings meiri­huta Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna við bæj­ar­stjóra fyr­ir kjör­tíma­bil­ið 2014-2018. Ekki liggja frammi ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um raun­veru­leg­an kostn­að bæj­ar­sjóðs af þess­um samn­ingi , s.s. um bíla­kostn­að í vinnu- og frí­tíma eða fjar­skipta­kostn­að. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar geta ekki stað­ið að sam­þykkt slíks samn­ings og visa ábyrgð­inni á þess­um óút­fyllta tékka beint til meiri­hluta sjálf­stæð­is­manna og vinstri grænna.

        • 4. september 2014

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1178

          Formað­ur bæj­ar­ráðs legg­ur fram ráðn­ing­ar­samn­ing við bæj­ar­stjóra í sam­ræmi við sam­þykkt á 630. fundi bæj­ar­stjórn­ar. Formað­ur bæj­ar­ráðs fylg­ir samn­ingn­um úr hlaði á fund­in­um.

          Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri ósk­aði eft­ir að fá að víkja af fundi þeg­ar þessi dag­skrárlið­ur var tek­inn á dagskrá.

          Formað­ur bæj­ar­ráðs fór yfir og út­skýrði ráðn­ing­ar­samn­ing­inn sem er lagð­ur hér fram, en ráðn­ing­ar­samn­ing­ur­inn fer síð­an til af­greiðslu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 28. ágúst 2014

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1177

            Formað­ur bæj­ar­ráðs legg­ur fram ráðn­ing­ar­samn­ing við bæj­ar­stjóra í sam­ræmi við sam­þykkt á 630. fundi bæj­ar­stjórn­ar. Formað­ur bæj­ar­ráðs fylg­ir samn­ingn­um úr hlaði á fund­in­um.

            Af­greiðslu er­ind­is­ins frestað til næsta fund­ar.

            • 18. júní 2014

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #630

              Ráðn­ing bæj­ar­stjóra sbr. 47. gr. í sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar.

              Til­laga um að ráða Harald Sverris­son sem bæj­ar­stjóra og að formanni bæj­ar­ráðs verði fal­ið að gera ráðn­ing­ar­samn­ing við hann.