Mál númer 201406078
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Formaður bæjarráðs leggur fram ráðningarsamning við bæjarstjóra í samræmi við samþykkt á 630. fundi bæjarstjórnar. Formaður bæjarráðs fylgir samningnum úr hlaði á fundinum.
Afgreiðsla 1178. fundar bæjarráðs lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Formaður bæjarráðs leggur fram ráðningarsamning við bæjarstjóra í samræmi við samþykkt á 630. fundi bæjarstjórnar. Formaður bæjarráðs fylgir samningnum úr hlaði á fundinum.
Afgreiðsla 1177. fundar bæjarráðs lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
1178. fundur bæjarráðs vísar ráðningarsamningi bæjarstjóra til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og reglur gera ráð fyrir.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri vék af fundi áður en þessi dagskrárliður var tekinn til afgreiðslu.
Formaður bæjarráðs fór yfir helstu efnisatriði í ráðningarsamningi við Harald Sverrisson bæjarstjóra.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar.Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn samþykki ekki framlagðan ráðningarsamning, heldur endurskoði þá ákvörðun sína að skipa pólitískan bæjarstjóra og auglýsi eftir fagmanni í stöðu framkvæmdastjóra sem ekki er tengdur framboðum.
Rökin fyrir afstöðu Íbúahreyfingarinnar eru m.a. þau að bæjarráði er ætlað það veigamikla hlutverk að hafa eftirlit með störfum bæjarstjóra og stjórnsýslunni sem undir hann heyrir. En hvernig á það eftirlit að geta gengið þegar bæjarstjóri, sem í þessu tilfelli er kjörinn fulltrúi, situr fundi bæjarráðs?
Við þennan hagsmunaárekstur bætist að meirihluti bæjarráðs er skipaður fulltrúum eins stjórnmálaafls, D-lista. Þeim flokki veitir bæjarstjóri forystu. Gengur yfirhöfuð að flokksfélögum sé ætlað að hafa eftirlit með flokksbróður sínum sem að auki er oddviti þess flokks sem þau starfa í?
Íbúahreyfingin telur að svo sé ekki og leggur til að bæjarstjórn rjúfi hagsmunatengslin með því að samþykkja ekki samninginn og ráða ópólitískan bæjarstjóra.
Íbúahreyfingunni er ljóst að sveitarstjórnarlög opna á þennan möguleika en telur hann endurspegla veikleika í löggjöfinni sem m.a. leiddi til íslensks efnahagshruns 2008 og þarf að endurskoða.
Sigrún Pálsdóttir, bæjarfulltrúi ÍbúahreyfingarinnarTillaga M- lista borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði og tveir sitja hjá.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar - Ráðningarsamningur bæjarstjóra.
Fulltrúi M-lista óskar eftir því að 2. gr. ráðningarsamnings bæjarstjóra verði breytt á þann veg að afnot bæjarstjóra af bifreið Mosfellsbæjar takmarkist við embættisstörf.
3. gr. verði þannig að bæjarsjóður greiði einungis kostnað við farsíma bæjarstjóra.
Í 4. gr. verði sett þak á námskostnað, kostnað við kynnisferðir og endurmenntun sem tekur mið af reglum stéttarfélaga og
5. gr. verði breytt til samræmis við 54. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að ráðningartími framkvæmdastjóra skuli að jafnaði vera sá sami og kjörtímabil sveitarstjórnar. Sú regla gildir um aðra kjörna fulltrúa og vandséð að bæjarstjóri eigi einn að njóta slíkra réttinda.Tillaga M- lista borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði og tveir sitja hjá.
Framlagður ráðningarsamningur við Harald Sverrisson bæjarstjóra borin upp og samþykktur með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði og tveir sitja hjá.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við afgreiðslu ráðningarsamnings meirihuta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna við bæjarstjóra fyrir kjörtímabilið 2014-2018. Ekki liggja frammi nákvæmar upplýsingar um raunverulegan kostnað bæjarsjóðs af þessum samningi , s.s. um bílakostnað í vinnu- og frítíma eða fjarskiptakostnað. Bæjarfulltrúar Samfylkingar geta ekki staðið að samþykkt slíks samnings og visa ábyrgðinni á þessum óútfyllta tékka beint til meirihluta sjálfstæðismanna og vinstri grænna. - 4. september 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1178
Formaður bæjarráðs leggur fram ráðningarsamning við bæjarstjóra í samræmi við samþykkt á 630. fundi bæjarstjórnar. Formaður bæjarráðs fylgir samningnum úr hlaði á fundinum.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri óskaði eftir að fá að víkja af fundi þegar þessi dagskrárliður var tekinn á dagskrá.
Formaður bæjarráðs fór yfir og útskýrði ráðningarsamninginn sem er lagður hér fram, en ráðningarsamningurinn fer síðan til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 28. ágúst 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1177
Formaður bæjarráðs leggur fram ráðningarsamning við bæjarstjóra í samræmi við samþykkt á 630. fundi bæjarstjórnar. Formaður bæjarráðs fylgir samningnum úr hlaði á fundinum.
Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar.
- 18. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #630
Ráðning bæjarstjóra sbr. 47. gr. í samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar.
Tillaga um að ráða Harald Sverrisson sem bæjarstjóra og að formanni bæjarráðs verði falið að gera ráðningarsamning við hann.