Mál númer 2014082064
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Erindi Ævars Aðalsteinssonar varðandi ósk um styrk til að sækja ráðstefnuna Undir berum himni sem haldin verður í Sælingsdal í september 2014.
Afgreiðsla 1178. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$$line$$line$Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar$line$Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær fari að dæmi Reykjavíkurborgar o.fl. og móti almennar reglur um úthlutun styrkja, auk þess sem fagnefndum verði falið að gera slíkt hið sama á grundvelli þeirra.$line$$line$Á síðasta bæjarráðsfundi spurðist ég fyrir um reglur Mosfellsbæjar um úthlutun styrkja. Svar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs bendir til að þar sé úrbóta þörf. $line$Í þessu máli er framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að afgreiða styrkbeiðni án samráðs við fagnefnd eða úthlutunarnefnd sem reyndar þyrfti að stofna til að búa styrkveitingum rétta umgjörð. $line$Sá sem hér óskar eftir styrk er vel að honum kominn eftir allt það sjálfboðaliðastarf sem hann hefur unnið í þágu barna í Mosfellsbæ.$line$Að mati Íbúahreyfingarinnar verður engu að síður að gæta jafnræðis og skapa styrkveitingum trúverðuga umgjörð sem tekur af öll tvímæli um handahóf og vildarvinapólitík.$line$Sigrún Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun D og V- lista $line$$line$Í gildi eru hjá Mosfellsbæ fjöldi reglna um úthlutun styrkja. Má þar t.d. nefna reglur um lista- og menningarsjóð, nýsköpunar og þróunarviðurkenningar, styrki á vegum fjölskyldunefndar og afrekstyrki ýmiskonar á sviði íþrótta og tómstundamála. Að okkar mati er hvorki hægt né skynsamlegt að setja reglur um allt það sem berst bæjarráði í þessum efnum. Nauðsynlegt er að ákveðinn sveigjanleiki sé til staðar fyrir bæjarráð að geta tekið afstöðu til tiltekinna mála til að mæta óskum bæjarbúa.
- 4. september 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1178
Erindi Ævars Aðalsteinssonar varðandi ósk um styrk til að sækja ráðstefnuna Undir berum himni sem haldin verður í Sælingsdal í september 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra menningarsviðs.