Mál númer 201304249
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Niðurstaða ákvörðunar Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til handa SORPU bs. í Álfsnesi.
Afgreiðsla 1179. fundar bæjarráðs lögð fram á 635. fundi bæjarstjórnar.
- 11. september 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1179
Niðurstaða ákvörðunar Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til handa SORPU bs. í Álfsnesi.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til handa Sorpu bs. lögð fram.
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Niðurstaða vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til handa SORPU bs. í Álfsnesi.
Afgreiðsla 153. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
- 4. september 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #153
Niðurstaða vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til handa SORPU bs. í Álfsnesi.
Lagt fram til kynningar starfsleyfi frá Umhverfisstofnun vegna starfsemi Sorpu bs. í Álfsnesi.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að sorpurðun í Álfsnesi verði hætt sem fyrst og að áfram verði unnið að því að koma í veg fyrir lyktarmengun. Lögð er áhersla á að eigendasamkomulag um Sorpu bs. verði virt. Nefndin fer fram á að upplýsingagjöf um starfsemina í Álfsnesi og eftirlit um hana til Mosfellsbæjar verði skilvirk. - 4. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #628
Minnisblað umhverfissviðs Mosfellsbæjar vegna nýs starfsleyfis fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lagt fyrir bæjarráð. Áætlaður er kynningarfundur í Listasal þann 27. maí næstkomandi.
Afgreiðsla 1166. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 22. maí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1166
Minnisblað umhverfissviðs Mosfellsbæjar vegna nýs starfsleyfis fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lagt fyrir bæjarráð. Áætlaður er kynningarfundur í Listasal þann 27. maí næstkomandi.
Undir þessum dagskrárlið var mættur Tómas G. Gíslason (TGG) umhverfisstjóri.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera þá athugasemd að tímalengd starfsleyfis taki mið af því eigendasamkomulagi SORPU bs. sem liggur fyrir og samþykkt var af þeim sveitarfélögum sem byggðarsamlagið reka, en þar er gert ráð fyrir að urðun verði hætt í Álfsnesi innan fjögurra til fimm ára.
- 15. maí 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #605
Umsögn umhverfissviðs Mosfellsbæjar um drög að nýju starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lögð fyrir umhverfisnefnd í samræmi við ákvörðun 1118. fundar bæjarráðs. Frestur til að skila umsögn var framlengdur til 16. maí 2013.
Afgreiðsla 141. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 15. maí 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #605
Umsögn umhverfissviðs um drög að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lögð fyrir umhverfisnefnd og bæjarráð í samræmi við samþykkt á 1118. fundi bæjarráðs. Frestur til að skila umsögn var framlengdur til 16. maí 2013.
Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 8. maí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1120
Umsögn umhverfissviðs um drög að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lögð fyrir umhverfisnefnd og bæjarráð í samræmi við samþykkt á 1118. fundi bæjarráðs. Frestur til að skila umsögn var framlengdur til 16. maí 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda Umhverfisstofnun umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisfulltrúa, varðandi starfsleyfi til Sorpu bs., ásamt athugasemdum 141. fundar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
- 8. maí 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #141
Umsögn umhverfissviðs Mosfellsbæjar um drög að nýju starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lögð fyrir umhverfisnefnd í samræmi við ákvörðun 1118. fundar bæjarráðs. Frestur til að skila umsögn var framlengdur til 16. maí 2013.
Umhverfisnefnd tekur undir fyrirliggjandi umsögn en leggur ennfremur áherslu á eftirfarandi atriði:
1) Gerðar verði mengunarmælingar á a.m.k. 6 mánaða fresti á þeim efnum sem berast út í næsta umhverfi urðunarstaðarins, í lofti, láði og legi. Mosfellsbær fái reglulega upplýsingar um niðurstöðuna.
2) Almennt ætti orðalag starfsleyfis að vera skýrara og ekki slakað á kröfum frá því sem nú er í gildi.
3) Upplýsa þarf í 2. mgr. gr. 2.1 í tillögu að nýju starfsleyfi á hvaða forsendu slakað hefur verið á kröfu um að meðhöndlun á úrgangi frá eldra starfsleyfi, og hvaða afleiðingar það getur haft fyrir Mosfellsbæ.
4) Taka verður sérstakt tillit til umsagna Mosfellsbæjar vegna nábýlis sveitarfélagsins við urðunarstaðinn og í ljósi þeirra kvartana sem borist hafa frá íbúum í Mosfellsbæ.
5) Huga þarf sérstaklega að eyðingu á vargfugli í og við urðunarstaðinn.
6) Taka þarf lyktarmengun fastari tökum en nú er gert.
- 30. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #604
Um er að ræða erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er umsagnar um væntanlegt starfsleyfi fyrir SORPU bs. í Álfsnesi. Frestur til þess að skila umsögn er gefinn til 2. maí 2013.
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 24. apríl 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1118
Um er að ræða erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er umsagnar um væntanlegt starfsleyfi fyrir SORPU bs. í Álfsnesi. Frestur til þess að skila umsögn er gefinn til 2. maí 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra til umsagnar og að sú umsögn verði lögð fyrir umhverfisnefnd og bæjarráð.