Mál númer 201407038
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Tekið fyrir að nýju erindi sem nefndin afgreiddi á 371. fundi varðandi túlkun á ákvæðum um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, þar sem umsækjandi hefur óskað eftir því að nefndin taki málið upp aftur og endurskoði fyrri ákvörðun. Frestað á 372. fundi.
Afgreiðsla 373. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #373
Tekið fyrir að nýju erindi sem nefndin afgreiddi á 371. fundi varðandi túlkun á ákvæðum um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, þar sem umsækjandi hefur óskað eftir því að nefndin taki málið upp aftur og endurskoði fyrri ákvörðun. Frestað á 372. fundi.
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri afstöðu sína varðandi bílgeymslur á lóðinni.
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Tekið fyrir að nýju erindi sem nefndin afgreiddi á síðasta fundi varðandi túlkun á ákvæðum um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, þar sem umsækjandi hefur óskað eftir því að nefndin taki málið upp aftur og endurskoði fyrri ákvörðun.
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
- 2. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #372
Tekið fyrir að nýju erindi sem nefndin afgreiddi á síðasta fundi varðandi túlkun á ákvæðum um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, þar sem umsækjandi hefur óskað eftir því að nefndin taki málið upp aftur og endurskoði fyrri ákvörðun.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
Dóra Lind vék af fundi. - 27. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #633
Lagt fram bréf frá Stefáni Hallssyni hjá SH hönnun ehf. dags. 7. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar ákvæði um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, en það er skilningur bréfritara að ákvæðið þýði að bílgeymslur séu heimilar en ekki sé skylt að gera ráð fyrir þeim.
Afgreiðsla 371. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 633. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. ágúst 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #371
Lagt fram bréf frá Stefáni Hallssyni hjá SH hönnun ehf. dags. 7. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar ákvæði um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, en það er skilningur bréfritara að ákvæðið þýði að bílgeymslur séu heimilar en ekki sé skylt að gera ráð fyrir þeim.
Nefndin bendir á að samkvæmt grein 2.1.4 á bls. 11 í skipulagsskilmálunum er það einungis í tilviki R-, T- og K-húsgerða sem bygging bílgeymslna er einungis heimil en ekki skylda. Þetta á því ekki við um húsið Uglugata 48-50 sem er af F-húsgerð. Orðalag upphafssetningar sérákvæðis fyrir húsgerð F2-n á bls. 24 er ekki röksemd fyrir því að bygging bílgeymslna sé einungis heimil, því að sérákvæði fyrir aðrar húsgerðir þar sem ekki leikur vafi á því að bílgeymslur séu skylda (s.s. einbýlis- og parhús), hefjast á sama orðalagi ("Innan byggingarreits er heimilt ..."). Nefndin fellst því ekki á skilning bréfritara.