Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. febrúar 2020

Í tengsl­um við upp­bygg­ingu nýrra húsa við Bjark­ar­holt stend­ur yfir vinna við all­ar að­veitu­lagn­ir norð­an göt­unn­ar.

Áhersla er lögð á að rösk­un á starf­semi við göt­una verði sem minnst á fram­kvæmda­tím­an­um enda um að ræða bæði leið stræt­is­vagna og versl­un­ar­götu. Til að lág­marka rösk­un­ina verð­ur verk­ið unn­ið í vel af­mörk­uð­um verk­hlut­um.

Vegna að­stæðna fyr­ir fram­an ný­bygg­ingu Bjark­ar­holts 8-20 hef­ur ver­ið tekin ákvörð­un að hefja fram­kvæmd­ir á fjórða og fimmta verk­hluta. Gert er ráð fyr­ir að fjórði verk­hluti muni hefjast í byrj­un mars.

Fjórði verk­hluti: Til að tryggja að­gengi að Há­holti 14 verð­ur lögð bráða­birgða inn­keyrsla til hlið­ar við nú­ver­andi inn­keyrslu.

Fimmti verk­hluti: Til að um­ferð um Bjark­ar­holt gangi sem greið­ast fyr­ir sig verð­ur lögð bráða­birgða hjá­leið yfir gang­stétt.

Gert er ráð fyr­ir að þess­um verk­hlut­um verði að fullu lok­ið á 4-5 vik­um gangi allt sam­kvæmt áætlun.

Íbú­ar eru sem fyrr hvatt­ir til þess að sýna fram­kvæmd­un­um skiln­ing og jafn­framt að koma á fram­færi ábend­ing­um til um­hverf­is­sviðs á fram­kvæmda­tím­an­um ef þörf kref­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00