Menningarmálanefnd samþykkti breytingar á reglum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar nýlega.
Menningarmálanefnd samþykkti breytingar á reglum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar nýlega. Nú geta listamenn sem búsettir hafa verið í sveitarfélaginu síðustu tvö ár sótt um sæmdarheitið bæjalistamaður Mosfellsbæjar.
Menningarmálanefnd vonast með því til að tilnefningum fjölgi og að listamenn sjálfir hafi meiri tök á því að hafa áhrif á það hver er útnefndur hverju sinni.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar er útnefndur árlega síðustu helgina í ágúst. Ásamt því að bera sæmdarheitið hlýtur viðkomandi listamaður eða listahópur peningafjárhæð. Áfram verður tekið við tillögum frá bæjarbúum um útnefningu bæjarlistamanns.
Tengt efni
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024
Á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ fimmtudaginn 29. ágúst var leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Hægt að sækja um og tilnefna til og með 11. ágúst
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Tilnefningar og umsóknir