Lágafellslaug
Vegna framkvæmda við flísalögn og bekki verður sauna í Lágafellslaug lokuð frá fimmtudeginum 13. mars og frá 17. mars verða bæði sauna og infrarauð sauna lokuð vegna viðhaldsframkvæmda sem munu standa í 2 – 4 vikur frá þeim degi.
Upplýsingar um enduropnun að loknun viðhaldsframkvæmdum verða birtar á vef og samfélagsmiðlum Mosfellsbæjar.
Varmárlaug
Bæði sauna og infrarauð sauna í Varmárlaug verða lokaðar í einn dag fimmtudaginn 13. mars vegna vinnu við breytingar á öryggishnöppum sem miða að því að efla öryggi gesta.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda sundlaugargestum.