Bogatangi verður lokaður tímabundið í dag, miðvikudaginn 13. mars, frá kl. 10:30 og fram eftir degi vegna viðgerðar á hraðahindrun. Hjáleið verður um Langatanga. Aðkoma að Hamratanga verður opin.
Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem þessar framkvæmdir geta valdið íbúum og eru þeir beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.