Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. september 2024

Ár hvert er Íþrótta­vika Evr­ópu hald­in dag­ana 23. – 30. sept­em­ber. Mark­mið­ið með vik­unni er að kynna íþrótt­ir og al­menna hreyf­ingu um alla Evr­ópu og sporna við auknu hreyf­ing­ar­leysi með­al al­menn­ings.

Eft­ir­far­andi við­burð­ir verða í Mos­fells­bæ:

24. sept­em­ber kl. 17:00

Þrauta­hlaup Ein­ars – Íþróttamið­stöðin að Varmá

Mað­ur­inn bakvið tjöld­in Ein­ar Þór Magnús­son verð­ur 60 ára 24. sept­em­ber. Af því til­efni verð­ur boð­ið upp á 6 km hlaup með 10 þraut­um. Fyr­ir hlaup­ið verð­ur stutt kynn­ing á þrauta­hlaup­um.

Að­gang­ur ókeyp­is – eng­in skrán­ing – öll vel­komin!


25. sept­em­ber kl. 18:00

Stand­bretti (SUP) á Hafra­vatni (fjar­an næst Mos­fells­bæ)

Kennsla og kynn­ing. Leið­bein­end­ur koma frá GG Sport.

Að­gang­ur ókeyp­is – eng­in skrán­ing – öll vel­komin!


26. sept­em­ber kl. 18:00

Ut­an­veg­ar­hlaup – Reykjalund­ur (bíla­plan­ið við sund­laug­ina)

Grunn­kennsla og létt­ur fella­hring­ur í fram­hald­inu.

Leið­bein­end­ur koma frá Hlaupa­hópi Aft­ur­eld­ing­ar.

Aðgangur ókeypis – engin skráning – öll velkomin!


27. sept­em­ber kl. 18:00

Fris­bí­golf í Æv­in­týra­garð­in­um

Grunn­kennsla og svo spil­að­ur 9 holu hring­ur á frisbígolfvellinum í Æv­in­týra­garð­in­um.

Leið­bein­end­ur koma frá Ís­lenska fris­bí­golf­sam­band­inu.

Aðgangur ókeypis – engin skráning – öll velkomin!


30. sept­em­ber kl. 18:00

Fjalla­hjóla­dag­ur – Íþróttamið­stöðin að Varmá

Kynn­ing á fjalla­hjóla­mennsku og svo hjólað eft­ir stíg­um um mos­fellsku alp­ana.

Byrj­end­ur/áhuga­sam­ir mjög vel­komn­ir.

Leið­bein­end­ur koma frá Hjóla­deild Aft­ur­eld­ing­ar.

Að­gang­ur ókeyp­is – eng­in skrán­ing – öll vel­komin!


Fjöldi við­burða er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og er hægt að sjá yf­ir­lit yfir alla við­burði á vef Íþrótta­viku Evr­ópu, Be Acti­ve.

#BeActi­ve

#BeActi­ve eru ein­kunn­ar­orð Íþrótta­viku Evr­ópu sem hald­in er í yfir 30 Evr­ópu­lönd­um vik­una 23. – 30. sept­em­ber ár hvert.

Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Ís­lands held­ur utan um verk­efn­ið.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00