Ár hvert er Íþróttavika Evrópu haldin dagana 23. – 30. september. Markmiðið með vikunni er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
Eftirfarandi viðburðir verða í Mosfellsbæ:
24. september kl. 17:00
Þrautahlaup Einars – Íþróttamiðstöðin að Varmá
Maðurinn bakvið tjöldin Einar Þór Magnússon verður 60 ára 24. september. Af því tilefni verður boðið upp á 6 km hlaup með 10 þrautum. Fyrir hlaupið verður stutt kynning á þrautahlaupum.
Aðgangur ókeypis – engin skráning – öll velkomin!
25. september kl. 18:00
Standbretti (SUP) á Hafravatni (fjaran næst Mosfellsbæ)
Kennsla og kynning. Leiðbeinendur koma frá GG Sport.
Aðgangur ókeypis – engin skráning – öll velkomin!
26. september kl. 18:00
Utanvegarhlaup – Reykjalundur (bílaplanið við sundlaugina)
Grunnkennsla og léttur fellahringur í framhaldinu.
Leiðbeinendur koma frá Hlaupahópi Aftureldingar.
Aðgangur ókeypis – engin skráning – öll velkomin!
27. september kl. 18:00
Frisbígolf í Ævintýragarðinum
Grunnkennsla og svo spilaður 9 holu hringur á frisbígolfvellinum í Ævintýragarðinum.
Leiðbeinendur koma frá Íslenska frisbígolfsambandinu.
Aðgangur ókeypis – engin skráning – öll velkomin!
30. september kl. 18:00
Fjallahjóladagur – Íþróttamiðstöðin að Varmá
Kynning á fjallahjólamennsku og svo hjólað eftir stígum um mosfellsku alpana.
Byrjendur/áhugasamir mjög velkomnir.
Leiðbeinendur koma frá Hjóladeild Aftureldingar.
Aðgangur ókeypis – engin skráning – öll velkomin!
Fjöldi viðburða er á höfuðborgarsvæðinu og er hægt að sjá yfirlit yfir alla viðburði á vef Íþróttaviku Evrópu, Be Active.
#BeActive
#BeActive eru einkunnarorð Íþróttaviku Evrópu sem haldin er í yfir 30 Evrópulöndum vikuna 23. – 30. september ár hvert.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur utan um verkefnið.