Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. febrúar 2016

Mos­fells­bær hef­ur feng­ið verk­fræði­stof­una Vatna­skil til að ann­ast vatnafars­rann­sókn í Mos­fells­dal.

Í tengsl­um við rann­sókn­ina er nauð­syn­legt að bora rann­sókn­ar­hol­ur á Mos­fells­heiði og efst í Mos­fells­dal, til mæl­inga á grunn­vatns­hæð. Bor­að­ar verða alls 5 hol­ur eins og sýnt er á teikn­ingu sem fylg­ir þess­ari frétt.

Hol­urn­ar verða 5“ víð­ar og áætlað með­al­dýpi þeirra um 60 m.
Fyr­ir­tæk­ið Vatns­bor­un ehf. mun ann­ast bor­an­ir en eft­ir­lit með bor­un verð­ur í hönd­um Mann­vits, verk­fræði­stofu.

Borað verð­ur með þrýsti­lofti og mun svarf úr holu safn­ast við hlið hverr­ar holu og nokk­urt magn grunn­vatns koma upp með svarfi við lok bor­un­ar á hverj­um stað. Vatn sem kem­ur upp við bor­un mun leita aft­ur til grunn­vatns.

Að lok­inni bor­un verð­ur land­ið jafn­að og frá­geng­ið og fært sem næst upp­runa­legu horfi svo sjón­ræn áhrif af bor­un verði hverf­andi lít­il til fram­tíð­ar lit­ið.

Áætlað er að verk­ið taki um tvær vik­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00