Mosfellsbær óskar eftir tilboðum frá áhugasömum og hæfum aðilum í byggingu steypts útisviðs við Álafossveg, nánar tiltekið í Álafosskvos, vestanvert við setpalla sem myndaðir hafa verið í grasbrekku á svæðinu.
Heildarverkið felst í byggingu sviðs með skyggni og veggi á þrjá vegu. Nú skal fara í jarðvinnu og uppsteypu sjálfs sviðsins og á síðari stigum verður timburvirkið ofan á sviðinu sett upp. Frágangur í kringum mannvirkið verður til bráðabrigða þar til síðari áfanga er lokið.
Helstu magntölur:
- Gröftur og fylling 150 m³
- Steypa 30 m³
- Steypustyrktarjárn 2,1 tonn
Samkvæmt áætlun skal verkinu lokið 15. ágúst 2022.
Útboðsgögn verða aðgengileg frá og með miðvikudeginum 18. maí 2022 í rafræna útboðskerfinu vso.ajoursystem.is
Tilboðum skal skila rafrænt gegnum útboðskerfið eigi síðar en miðvikudaginn 8. júní 2022, kl. 14:00.
Tengt efni
Útboð: Kvíslarskóli - Endurnýjun glugga (1. og 2. hæð)
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Kvíslarskóli – Endurnýjun glugga.
Útboð: Reykjavegur – umferðaröryggi
Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna umferðaröryggisaðgerða á Reykjavegi.
Útboð: Endurnýjun leikskólalóðar – Reykjakot
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Endurnýjun leikskólalóðar – Reykjakot.