Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. ágúst 2016

Nú hef­ur ver­ið opn­að fyr­ir út­hlut­un frí­stunda­á­vís­ana á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.

Sam­hliða breyt­ing­um á út­hlut­un­ar­regl­um hef­ur ver­ið tek­ið upp nýtt frí­stunda­kerfi til að halda utan um út­hlut­un. Markmið breyt­ing­anna að gera alla vinnslu varð­andi frí­stunda­á­vís­an­ir skil­virk­ari og skýr­ari bæði fyr­ir for­ráða­menn og frí­stunda­fé­lög.

Helstu breyt­ing­arn­ar gagn­vart for­ráða­mönn­um:
Birt­ur er nú listi allra frí­stunda­boða sem eru í boði fyr­ir barn eft­ir aldri og kyni. Þann­ig gef­ur kerf­ið for­eldr­um betri yf­ir­sýn yfir allt frí­stund­ast­arf sem í boði er.

For­eldr­ar geta ráð­stafað frí­stunda­á­vís­un Mos­fells­bæj­ar beint í skrán­ing­ar­kerf­um sam­starfs­fé­laga. Hjá stærri fé­lög­um þarf því ekki leng­ur að skrá upp­lýs­ing­ar gegn­um íbúagátt held­ur er hægt að ganga frá ráð­stöf­un og skrán­ingu hjá við­kom­andi fé­lagi. Þessi fé­lög eru með­al ann­ars:

  • Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ing
  • Wor­ld Class
  • Ball­et­skóli Eddu Scheving
  • Dans­rækt JSB
  • Glímu­fé­lag­ið Ár­mann
  • Skauta­fé­lag Reykja­vík­ur
  • Skauta­fé­lag­ið Björn­inn
  • Söng­skóli Maríu Bjark­ar
  • Ung­menna­fé­lag­ið Fjöln­ir

Þau sem óska eft­ir að ráð­stafa ávís­un vegna fé­lags/frí­stunda sem birt­ast ekki á íbúagátt er bent á að hafa sam­band við fri­stund­mos[hja]mos.is með upp­lýs­ing­um um hvaða fé­lag/frístund vant­ar á list­ann.

At­hug­ið varð­andi frí­stund­astarfs Mos­fells­bæj­ar:
Þeg­ar ráð­stafa á frí­stunda­á­vís­un til frí­stund­astarfs Mos­fells­bæj­ar (frí­stunda­vist­un, tón­list­ar­skóli og skóla­hljóm­sveit) skal velja upp­hæð frí­stunda­styrks og greiðslu­mát­ann milli­færsla. Frí­stunda­á­vís­un renn­ur þá til móts við greiðslu­seð­il frá Mos­fells­bæ.

Upp­hæð greiðslu er ekki raun­kostn­að­ur frí­stund­astarfs.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00