Nú hefur verið opnað fyrir úthlutun frístundaávísana á íbúagátt Mosfellsbæjar.
Samhliða breytingum á úthlutunarreglum hefur verið tekið upp nýtt frístundakerfi til að halda utan um úthlutun. Markmið breytinganna að gera alla vinnslu varðandi frístundaávísanir skilvirkari og skýrari bæði fyrir forráðamenn og frístundafélög.
Helstu breytingarnar gagnvart forráðamönnum:
Birtur er nú listi allra frístundaboða sem eru í boði fyrir barn eftir aldri og kyni. Þannig gefur kerfið foreldrum betri yfirsýn yfir allt frístundastarf sem í boði er.
Foreldrar geta ráðstafað frístundaávísun Mosfellsbæjar beint í skráningarkerfum samstarfsfélaga. Hjá stærri félögum þarf því ekki lengur að skrá upplýsingar gegnum íbúagátt heldur er hægt að ganga frá ráðstöfun og skráningu hjá viðkomandi félagi. Þessi félög eru meðal annars:
- Ungmennafélagið Afturelding
- World Class
- Balletskóli Eddu Scheving
- Dansrækt JSB
- Glímufélagið Ármann
- Skautafélag Reykjavíkur
- Skautafélagið Björninn
- Söngskóli Maríu Bjarkar
- Ungmennafélagið Fjölnir
Þau sem óska eftir að ráðstafa ávísun vegna félags/frístunda sem birtast ekki á íbúagátt er bent á að hafa samband við fristundmos[hja]mos.is með upplýsingum um hvaða félag/frístund vantar á listann.
Athugið varðandi frístundastarfs Mosfellsbæjar:
Þegar ráðstafa á frístundaávísun til frístundastarfs Mosfellsbæjar (frístundavistun, tónlistarskóli og skólahljómsveit) skal velja upphæð frístundastyrks og greiðslumátann millifærsla. Frístundaávísun rennur þá til móts við greiðsluseðil frá Mosfellsbæ.
Upphæð greiðslu er ekki raunkostnaður frístundastarfs.
Tengt efni
Opnað fyrir nýtingu frístundaávísana allt árið
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í Tröllabæ
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.