Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Endurnýjun á gervigrasi.
- Útvegun og fullnaðarfrágangur gervigrass með nýju fjaðurlagi (púða) á battavöll við Lágafellsskóla.
- Útvegun og fullnaðarfrágangur gervigrass á æfinga- og keppnisvöll við Varmá.
- Rif og förgun á núverandi yfirborði vallanna tveggja auk fjaðurlags undir battavelli við Lágafellsskóla.
Helstu magntölur eru:
- Gervigras með nýju fjaðurlagi og rif og förgun á núverandi yfirborði og fjaðurlagi: Battavöllur við Lágafellsskóla, flatarmál: 600 m²
- Gervigras ofan á núverandi fjaðurlag: Æfinga- og keppnisvöllur við Varmá, flatarmál: 72.1x109m 7.860 m²
Verkið skiptist í tvo áfanga:
- Æfinga- og keppnisvöllur við Varmá, 20. ágúst 2017
- Battavöllur við Lágafellsskóla, 31. ágúst 2017
Heildarverki skal að fullu lokið eigi síðar en 31. ágúst 2017.
Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu á skrifstofu VSÓ, Borgartúni 20 eða rafrænt á netfanginu vaa@vso.is frá og með klukkan 12:00 á mánudeginum 8. maí 2017.
Tilboðum skal skilað í afgreiðslu á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð eigi síðar en þriðjudaginn 23. maí klukkan 11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.