Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Varmárvöllur – Nýtt vökvunarkerfi.
Verkið felst í eftirfarandi:
- Gröftur og fylling lagnaskurða með uppgröfnu efni
- Vatnslagir og vökvunarstútar á vallarsvæði
- Lagnir dælu og stjórnbúnaður vökvunarkerfis í tæknirými
Helstu magntölur:
- Vatnslagnir í jörð: 664 m
- Vökvunarstútar: 6 stk
- Tengigrind stjórn og dælubúnaður
Verkinu skal að fullu lokið 31. maí 2023 í samræmi við ákvæði útboðsgagna.
Útboðsgögn verða afhent á útboðsvef VSÓ frá og með þriðjudeginum 7. febrúar 2023. Tilboðum skal skila gegnum útboðsvefinn eigi síðar en kl. 14:00 miðvikudaginn 22. febrúar 2023. Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á vef Mosfellsbæjar.
Sjálfvirkar tilkynningar
Athygli bjóðenda er vakin á því að til þess að fá tilkynningar sendar með sjálfvirkum hætti frá vefnum um viðbótargögn, svör við fyrirspurnum o.s.frv. er nauðsynlegt að bjóðendur smelli á hnappinn Taka þátt í útboði inni á útboðsvefnum.
Leiðbeiningar og aðstoð
Leiðbeiningar um skráningu og skil á tilboðum má nálgast á vefsíðunni help.ajoursystem.com eða með því að senda póst á utbod@vso.is og óska eftir aðstoð.