Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. febrúar 2024

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið Vamár­skóli – Vöru­móttaka.

Um er að ræða fram­kvæmd­ir við suð­ur­álmu Varmár­skóla sem snúa að fram­kvæmd við­bygg­ing­ar við eld­hús, flótta­stiga á gafli ásamt jarð- og lagna­vinnu á fram­kvæmda­svæð­inu.

Helstu verk­þætt­ir í verki, sem þetta út­boð nær til, eru eft­ir­far­andi:

  • Jarð­vinna vegna bygg­inga og lagna/drens.
  • Lagna­vinna vegna bygg­inga og dren-/skólp­kerf­is skóla á fram­kvæmda­svæði.
  • Upp­setn­ing flótta­stiga og millipalla úr stáli ásamt til­heyr­andi und­ir­stöð­um.
  • Sög­un nýrra opa í steypu í nú­ver­andi skóla­bygg­ingu.
  • Bygg­ing við­bygg­ing­ar – burð­ar­virki og frá­gang­ur úti/inni.
  • Raflagna­vinna vegna lýs­ing­ar á flótta­leið og vegna raflagn­ar í við­bygg­ingu.
  • Upp­setn­ing og teng­ing vöru­lyftu í við­bygg­ingu.
  • Snjó­bræðsla og yf­ir­borðs­frá­gang­ur lóð­ar.

Verk­inu skal að fullu lok­ið í sam­ræmi við ákvæði út­boðs­gagna þann 1. ág­úst 2024 og í nánu sam­ráði við verk­kaupa.

Út­boðs­gögn verða af­hent í gegn­um net­fang­ið mos@mos.is frá og með mið­viku­deg­in­um 7. fe­brú­ar.

Til­boð ásamt um­beðn­um fylgigögn­um skulu berast verk­kaupa ra­f­rænt á tölvu­póst­fang­ið mos@mos.is eða í þjón­ustu­ver bæj­ar­skrif­stofa Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, 2 hæð fyr­ir kl. 11:00 þann 23. fe­brú­ar 2024.

Ekki verð­ur hald­inn opn­un­ar­fund­ur en nið­ur­stöð­ur verða send­ar bjóð­end­um og birt­ar á mos.is að opn­un lok­inni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00