Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Skarhólabraut – Veitulagnir.
Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna Skarhólabrautar – Veitulagnir.
Verkið felst í lagnavinnu, að gera lóðina Skarhólabraut 3 byggingarhæfa og lagningu stofnlagnar vatnsveitu meðfram Skarhólabraut.
Helstu magntölur:
- Gröftur 850 m³
- Fylling og burðarlög 3.960 m³
- Fráveitulagnir 250 m
- Vatnsveitulagnir 1.385 m
- Hitaveitulagnir 330 m
- Klapparskering í skurðum 75 m³
Verkinu skal að fullu lokið: 1. október 2023.
Útboðsgögn verða afhent í gegnum netfangið mos@mos.is frá og með kl. 10 á fimmtudeginum 16. febrúar 2023.
Tilboðum ásamt umbeðnum fylgigögnum skulu berast verkkaupa rafrænt á tölvupóstfangið mos@mos.is eða í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar að Þverholti 2, 2. hæð fyrir kl. 11:00 þann 8. mars 2023, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim sem þess óska.