Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Samgöngustígur og endurnýjun Varmárræsis í Ævintýragarði.
Verkið felst í að leggja tæplega 1.700 m langan og 5 m breiðan samgöngustíg í gegnum Ævintýragarðinn í Mosfellsbæ, þar með talið niðursetning tveggja brúa, yfir Varmá annars vegar og Köldukvísl hins vegar. Einnig er um að ræða endurnýjun á Ø600 skólplögn (Varmárræsi) á um 220 m kafla vestan Varmár. Að auki þarf að endurgera reiðstíg sem grefst í sundur vegna framkvæmdanna.
Helstu verkþættir í verki, sem þetta útboð nær til, eru eftirfarandi:
- Jarðvinna fyrir stíg og veitulagnir
- Skólplögn Ø600
- Malbikaður stígur (5 m breiður), lengd ~1.700 m
- Koma fyrir 2 brúm (Á Varmá og Köldukvísl)
- Yfirborðsfrágangur
Helstu magntölur eru:
- Upprif á malbiki 3.700 m²
- Gröftur fyrir stígum og undirstöðu brúa 8.000 m3
- Fyllingar með aðkeyrðri grús 9.600 m3
- Grjóthleðsla og grjót í yfirborði 160 m²
- Mulningur 11.000 m²
- Steypumót – undirstöður fyrir brýr 290 m²
- Bendistál – undirstöður fyrir brýr 7.000 kg
- Steinsteypa – undirstöður fyrir brýr 60 m3
- Malbikun 8.600 m²
- Hellulögn 330 m²
- Umferðarkantsteinn 370 m
- Sáning 10.000 m²
- Þökulögn 4.600 m²
- Umferðarmerki 69 stk
- Yfirborðsmerkingar 2.400 m
- Endurgerð reiðstígar 720 m²
- Gröftur fyrir fráveitu og ræsum 2.600 m3
- Söndun fyrir fráveitu og ræsum 330 m3
- Losun á klöpp í skurðum 600 m3
- Skólplagnir (Ø600) 220 m
- Götuljósastrengir (í skurði og ídráttarrör) 2.700 m
- Ljósastólpar 58 stk.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að áfangaskipta verkinu í tvo hluta og magntölur geta því tekið breytingum til samræmis við fjárveitingu sem samþykkt hefur verið til verksins í fjárhagsáætlun hvers árs. Verkkaupi hefur tryggt fjárveitingu fyrir endurnýjun ræsis og 1. áfanga uppbyggingar samgöngustígs.
Verkinu skal að fullu lokið 14. ágúst 2021.
Í ljósi samkomutakmarkana verða útboðsgögn afhent rafrænt til þeirra sem þess óska á netfangið mos@mos.is, Þjónustuver Mosfellsbæjar, frá og með klukkan 11:00 á þriðjudeginum 15. september 2020.
Tilboðum skal skilað með sama hætti, á netfangið mos@mos.is, eigi síðar en fimmtudaginn 8. október 2020 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska á rafrænum opnunarfjarfundi klukkan 11:30 þann sama dag.