Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í: Rammasamning um tímavinnu iðnaðarmanna.
Markmið útboðsins er að kaupa fjölbreytta þjónustu iðnaðarfólks í og við stofnanir, mannvirki og lóðir sveitarfélagsins Mosfellsbæjar á hagkvæmu verði og að uppfylltum kröfum um gæði þjónustunnar, m.a. með tilliti til eðlis þeirrar þjónustu sem sinnt er innan viðkomandi stofnana.
Útboði þessu er skipt upp í tíu flokka. Bjóða má í einn eða fleiri flokka útboðsins.
- Flokkur 1 – Raflagnavinna
- Flokkur 2 – Pípulagnavinna
- Flokkur 3 – Málmiðnaðarvinna
- Flokkur 4 – Múrvinna
- Flokkur 5 – Málningarvinna
- Flokkur 6 – Trésmíði
- Flokkur 7 – Umhirða lóða
- Flokkur 8 – Blikksmíði
- Flokkur 9 – Dúkalögn
- Flokkur 10 – Rafvélavirkjun
Samningar ná til 31.12.2025 með möguleika á framlengingu til tveggja ára, eitt ár í senn. Frávikstilboð verða ekki leyfð.
Óska skal eftir útboðsgögnum með tölvupósti í gegnum mos@mos.is, útboðsgögn verða afhent frá og með 19. mars 2024.
Tilboðum ásamt umbeðnum gögnum skal skila rafrænt í tölvupósti á netfangið mos@mos.is. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og bjóðendur eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.
Skilafrestur tilboða er til kl. 10:00 föstudaginn 26. apríl 2024.
Opnun tilboða fer fram rafrænt. Við opnun tilboða verða nöfn bjóðenda skráð í fundargerð og tilboðsfjárhæð í viðkomandi flokki af tilboðseyðublaði. Fundargerð opnunarfundar verður birt á mos.is og send á bjóðendur.
Útboð þetta er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu, sjá; 164081-2024 – Competition – TED (europa.eu)