Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í: „Rammasamning um jarðvinnu“.
Markmið útboðsins er að kaupa fjölbreytta þjónustu jarðvinnuverktaka við veitufyrirtæki Mosfellsbæjar, Mosveitur, á hagkvæmu verði og að uppfylltum kröfum um gæði þjónustunnar.
Samningar ná til 31.12.2026 með möguleika á framlengingu til tveggja ára, eitt ár í senn. Frávikstilboð verða ekki leyfð.
Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti í gegnum mos@mos.is frá og með 04. apríl 2025. Öll samskipti skulu merkt „MOS 202403698 Rammasamningur um jarðvinnu“.
Tilboðum ásamt umbeðnum gögnum skal skila rafrænt í tölvupósti á netfangið mos@mos.is. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og bjóðendur eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.
Skilafrestur tilboða er til kl. 10:00 mánudaginn 12. maí 2025.
Opnun tilboða fer fram rafrænt. Tilboð verða opnuð mánudaginn 12. maí kl. 13:00 á Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð. Fundargerð verður send bjóðendum eftir opnun.
Útboð þetta er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu, sjá; 208749-2025 – Competition – TED.