Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: 202202023 Rafhleðslustöðvar í Mosfellsbæ.
Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna uppsetningu hverfahleðslustöðva fyrir rafmagnsbifreiðar í Mosfellsbæ.
Helstu staðsetningar rafhleðslustöðva:
- Á bílastæðum við golfskálann Klett – 4 hleðslustöðvar
- Á bílastæðum við Krikaskóla – 3 hleðslustöðvar
- Á bílastæðum við Helgafellsskóla – 4 hleðslustöðvar
- Bílastæði við skógræktina í Hamrahlíð – 1 hleðslustöð
Þá stendur einnig til að endurnýja samninga um rekstur hleðslustöðva við núverandi stöðvar og fjölga ef kostur er:
- Á lóð við verslunarmiðstöðina Kjarna – 4 hleðslustöðvar
- Á bílastæðum við íþróttamiðstöðina að Varmá
- Á bílastæðum við íþróttamiðstöðina að Lágafelli
- Á bílastæðum við framhaldsskóla Mosfellsbæjar
Verkinu skal að fullu lokið í desember 2023.
Útboðsgögn verða afhent í gegnum netfangið mos@mos.is frá og með þriðjudeginum 4. apríl.
Tilboðum ásamt umbeðnum fylgigögnum skulu berast verkkaupa rafrænt á tölvupóstfangið mos@mos.is eða í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2 hæð fyrir kl. 11:00 þann 3. maí 2023, þar sem þau verða opnuð kl. 11:15 þann sama dag að þeim viðstöddum sem þess óska.