Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. janúar 2023

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið: Kvísl­ar­skóli – End­ur­inn­rétt­ing 1. hæð­ar.

Verk­ið felst í því að end­ur­inn­rétta fyrstu hæð Kvísl­ar­skóla að und­an­skild­um syðsta hlut­an­um sem inni­held­ur; and­dyri, sal­erni nem­enda, ræsti­kompu, tækn­i­rými og hús­varð­ar­her­bergi. Um er að ræða upp­bygg­ing á al­menn­um kennslu­stof­um, sér­kennslu stof­um fyr­ir bæði mat­reiðslu og smíð­ar ásamt mötu­neyti og eld­hús. Einn­ig er um að ræða upp­bygg­ing á geymsl­um og að­stöðu starfs­manna mötu­neyt­is. Einn­ig þarf að setja upp loftræsi­kerfi fyr­ir fyrstu hæð, en sam­stæð­ur verða stað­sett­ar í risi.

Fram­kvæmd­ir eru í og við hús­ið og verð­ur verktaki að vera til­bú­inn að vinna með öðr­um verk­tök­um á svæð­inu, und­ir leið­sögn eft­ir­lits.

Helstu magn­töl­ur verks­ins:

  • Létt­ir vegg­ir 438 m²
  • Inni­hurð­ar 24 stk
  • Ílögn 1392 m²
  • Teppaflís­ar 526 m²
  • Flís­ar 757 m²
  • Vatns­lagn­ir og tengistykki 1707 m
  • Lagn­ir fyr­ir vatns­úða­kerfi 256 m
  • Kant­að­ir loftstokk­ar 1600 kg
  • Sí­val­ir loftstokk­ar 435 m

Verk­inu skal að fullu lok­ið í ág­úst 2023 í sam­ráði við verk­kaupa.

Út­boðs­gögn verða af­hent ra­f­rænt frá og með kl. 13:00 þann 1. fe­brú­ar 2023 til þeirra sem þess óska. Senda skal net­póst á mos@mos.is, þar sem til­greina þarf nafn fyr­ir­tæk­is og tengi­liðs. Einn­ig er hægt að hafa sam­band við þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar í síma 525-6700.

Kynn­ing­ar­fund­ur er mið­viku­dag­inn 8. fe­brú­ar kl. 11:00. Mæt­ing við að­al­inn­gang Kvísl­ar­skóla.

Til­boð­um skal skilað á net­fang­ið mos@mos.is eða í þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar, eigi síð­ar en mið­viku­dag­inn 15. mars 2023 kl. 11:00 og þau opn­uð á fundi kl. 11:30 þann sama dag að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess óska.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00