Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Kvíslarskóli – Endurinnrétting 1. hæðar.
Verkið felst í því að endurinnrétta fyrstu hæð Kvíslarskóla að undanskildum syðsta hlutanum sem inniheldur; anddyri, salerni nemenda, ræstikompu, tæknirými og húsvarðarherbergi. Um er að ræða uppbygging á almennum kennslustofum, sérkennslu stofum fyrir bæði matreiðslu og smíðar ásamt mötuneyti og eldhús. Einnig er um að ræða uppbygging á geymslum og aðstöðu starfsmanna mötuneytis. Einnig þarf að setja upp loftræsikerfi fyrir fyrstu hæð, en samstæður verða staðsettar í risi.
Framkvæmdir eru í og við húsið og verður verktaki að vera tilbúinn að vinna með öðrum verktökum á svæðinu, undir leiðsögn eftirlits.
Helstu magntölur verksins:
- Léttir veggir 438 m²
- Innihurðar 24 stk
- Ílögn 1392 m²
- Teppaflísar 526 m²
- Flísar 757 m²
- Vatnslagnir og tengistykki 1707 m
- Lagnir fyrir vatnsúðakerfi 256 m
- Kantaðir loftstokkar 1600 kg
- Sívalir loftstokkar 435 m
Verkinu skal að fullu lokið í ágúst 2023 í samráði við verkkaupa.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með kl. 13:00 þann 1. febrúar 2023 til þeirra sem þess óska. Senda skal netpóst á mos@mos.is, þar sem tilgreina þarf nafn fyrirtækis og tengiliðs. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700.
Kynningarfundur er miðvikudaginn 8. febrúar kl. 11:00. Mæting við aðalinngang Kvíslarskóla.
Tilboðum skal skilað á netfangið mos@mos.is eða í þjónustuver Mosfellsbæjar, eigi síðar en miðvikudaginn 15. mars 2023 kl. 11:00 og þau opnuð á fundi kl. 11:30 þann sama dag að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.