Verkís hf, fyrir hönd Mosfellsbæjar, Reita-Þróunar ehf, Veitna ohf, Ljósleiðarans ehf. og Mílu hf., óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna gatnagerðar í athafnasvæði Blikastaða, Korputún 1. áfangi.
Helstu verkþættir eru:
Verkið fellst í almennri gatna- og stígagerð, lagnavinnu fráveitu og vatnsveitu ásamt ofanvatnsrásum og útrásum vegna uppbyggingar í þessu nýja atvinnuhverfi.
Verkið felst enn fremur í að leggja dreifikerfi fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar, Veitur, Mílu og Ljósleiðarann.
Helstu magntölur:
- Uppgröftur v/gatna og ofanvatnsrása 30000 m3
- Fylling í götur 8600 m3
- Styrktarlag 6000 m3
- Burðarlag 550 m3
- Yfirfallsbrunnur í fortjörn 1 stk.
- Steypt inntaksmannvirki 1 HT
- Gröftur fyrir veitulögnum 5000 m3
- Fráveitulagnir 1350 m
- Vatnslagnir 370 m
- Hitaveitulagnir 240 m
- Ídráttarrör 340 m
- Fjarskiptalagnir 800 m
Verkinu skal vera lokið 31. maí 2025.
Útboðsgögn verða eingöngu afhent rafrænt á vef Verkís hf.
Tilboðum skal skilað fyrir kl. 10.00, mánudaginn 8. júlí, á tölvutæku formi og berast með tölvupósti á netfangið utbod@verkis.is með málefni „Tilboð“ og í texta skal koma fram:
BLIKASTAÐIR, MOSFELLSBÆ
KORPUTÚN, Gatnagerð og lagnir
1. áfangi
Tilboð
Bjóðandi: [Nafn], [Heimilisfang]
Tilboð verða opnuð kl. 11.00 í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Bjóðendum eða umboðsmönnum þeirra gefst kostur á að fylgjast með opnun tilboða rafrænt og fá sendan hlekk á útsendingu opnunar í tölvupósti eftir að tilboði hefur verið skilað.