Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. júní 2024

Verkís hf, fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar, Reita-Þró­un­ar ehf, Veitna ohf, Ljós­leið­ar­ans ehf. og Mílu hf., ósk­ar eft­ir áhuga­söm­um að­il­um til að taka þátt í út­boði vegna gatna­gerð­ar í at­hafna­svæði Blikastaða, Korputún 1. áfangi.

Helstu verk­þætt­ir eru:

Verk­ið fellst í al­mennri gatna- og stíga­gerð, lagna­vinnu frá­veitu og vatns­veitu ásamt of­an­vatns­rás­um og út­rás­um vegna upp­bygg­ing­ar í þessu nýja at­vinnu­hverfi.

Verk­ið felst enn frem­ur í að leggja dreifi­kerfi fyr­ir Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar, Veit­ur, Mílu og Ljós­leið­ar­ann.

Helstu magn­töl­ur:

  • Upp­gröft­ur v/gatna og of­an­vatns­rása 30000 m3
  • Fyll­ing í göt­ur 8600 m3
  • Styrkt­ar­lag 6000 m3
  • Burð­ar­lag 550 m3
  • Yf­ir­falls­brunn­ur í fortjörn 1 stk.
  • Steypt inntaks­mann­virki 1 HT
  • Gröft­ur fyr­ir veitu­lögn­um 5000 m3
  • Frá­veitu­lagn­ir 1350 m
  • Vatns­lagn­ir 370 m
  • Hita­veitu­lagn­ir 240 m
  • Ídrátt­ar­rör 340 m
  • Fjar­skipta­lagn­ir 800 m

Verk­inu skal vera lok­ið 31. maí 2025.

Út­boðs­gögn verða ein­göngu af­hent ra­f­rænt á vef Verkís hf.

Til­boð­um skal skilað fyr­ir kl. 10.00, mánu­dag­inn 8. júlí, á tölvu­tæku formi og berast með tölvu­pósti á net­fang­ið ut­bod@verk­is.is með mál­efni „Til­boð“ og í texta skal koma fram:

BLIKASTAЭIR, MOS­FELLS­BÆ
KORPUTÚN, Gatna­gerð og lagn­ir
1. áfangi
Til­boð
Bjóð­andi: [Nafn], [Heim­il­is­fang]

Til­boð verða opn­uð kl. 11.00 í við­urvist þeirra bjóð­enda, sem þess óska. Bjóð­end­um eða um­boðs­mönn­um þeirra gefst kost­ur á að fylgjast með opn­un til­boða ra­f­rænt og fá send­an hlekk á út­send­ingu opn­un­ar í tölvu­pósti eft­ir að til­boði hef­ur ver­ið skilað.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00