Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur heimilað umhverfissviði að undirbúa útboð á innréttingu fyrstu hæðar Kvíslarskóla í kjölfar þeirra endurbóta sem þar hafa farið fram.
Unnið verður að innréttingu hæðarinnar samhliða vinnu við endurnýjun glugga sem þegar hefur verið boðin út. Vinnu við endurnýjun aðalinngangs skólans og salerniskjarna er lokið.
Endurbætur Kvíslarskóla sem farið hafa fram síðastliðið ár veittu tækifæri til þess að uppfæra húsnæði miðað við nýjustu hönnunarleiðbeiningar og reglugerðir og var það tækifæri nýtt til hins ýtrasta.
Áætlað er að þessum framkvæmdum verði lokið fyrir byrjun næsta skólaárs í ágúst 2023.
Tengt efni
Framkvæmdir við gatnagerð: Hamraborg - Langitangi
Innan skamms munu hefjast framkvæmdir við gatnagerð Hamraborg – Langitangi en Mosfellsbær hefur gengið til samninga við verktakafyrirtækið Jarðval sf. að loknu opnu útboðsferli.
Heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá boðin út
Bæjarráð hefur samþykkt einróma að heimila umhverfissviði að bjóða út heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá.
Veituframkvæmdir við Engjaveg
Vegna vinnu við veitulagnir geta orðið tímabundnar tafir og/eða takmarkanir á umferð ökutækja til móts við Engjaveg nr. 19 og að Árbót.