Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. mars 2024

Mos­fells­bær og Garða­bær óska eft­ir til­boð­um í hirðu úr­gangs.

Um er að ræða alla hirðu frá heim­il­um inn­an Mos­fells­bæj­ar og Garða­bæj­ar.

Út­boði er skipt upp í þrjá (3) hluta. Bjóða má í einn, tvo eða alla þrjá út­boðs­hlut­ana.

Verk­efn­ið felst í hirðu fjög­urra (4) úr­gangs­flokka frá heim­il­um og flutn­ingi til mót­töku­stöðva sem skipt er í eft­ir­far­andi út­boðs­hluta.

Út­boðs­hluti 1 – Bland­að­ur úr­gang­ur og mat­ar­leif­ar (lífúr­gang­ur). Úr­gang­ur skal flutt­ur til mót­töku­stöðv­ar Sorpu í Gufu­nesi eða nær­liggj­andi söfn­un­ar­stöðv­ar.

Út­boðs­hluti 2 – Papp­ír/pappi og plast. End­ur­vinnslu­efn­in skal flytja til mót­töku­stöðv­ar Sorpu í Gufu­nesi eða nær­liggj­andi söfn­un­ar­stöðv­ar.

Út­boðs­hluti 3 – Djúp­gám­ar. Fyr­ir fjór­ar gerð­ir úr­gangs; plast, papp­ír/pappa, bland­að­an úr­g­ang og mat­ar­leif­ar (lífúrg­ang). Selj­andi flyt­ur bland­að­an úr­g­ang og mat­ar­leif­ar (lífúrg­ang) til mót­töku­stöðv­ar Sorpu í Gufu­nesi og papp­ír/pappa og plast til mót­töku­stöðv­ar Sorpu í Gufu­nesi. Gera má ráð fyr­ir fjölg­un djúp­gáma á samn­ings­tíma.

Fjölda íláta og samn­ings­tími eru eft­ir­far­andi:

  • Út­boðs­hluti 1 – Fjöldi íláta um 8200 stk
  • Út­boðs­hluti 2 – Fjöldi íláta um 13200 stk
  • Út­boðs­hluti 3 – Fjöldi djúp­gáma um 52stk

Samn­ings­tími: Rekst­ur samn­ings hefst 1. júlí 2024.

Út­boðs­hluti 1 og 2: Um er að ræða samn­ing til 5 ára, með fram­leng­ing­ar­á­kvæði um 1 ár, þrisvar sinn­um. Mesta lengd samn­ings­tíma er því 8 ár með öll­um fram­leng­ing­ar­á­kvæð­um.

Út­boðs­hluti 3: Um er að ræða samn­ing til tveggja ára með fram­leng­ing­ar­á­kvæði um 1 ár, tvisvar sinn­um. Mesta lengd samn­ings­tíma er því 4 ár með öll­um fram­leng­ing­ar­á­kvæð­um.

Hægt er að nálg­ast út­boðs­gögn á út­boðsvef vso.ajour­system.net og skal til­boð­um skilað á sama stað eigi síð­ar en 11. apríl 2024 kl. 14:00.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00