Samkvæmt tillögu skipulagsnefndar Mosfellsbæjar verður sett upp hraðahindrun í Ástu-Sólliljugötu, á milli lóða við Ástu-Sólliljugötu 14 og göngustígs við leikvöll. Framkvæmdir hefjast mánudaginn 30. september og eru verklok áætluð miðvikudaginn 9. október.
Við biðjumst velvirðingar á þeirri röskun sem þessi framkvæmd kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.